Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Kunningjaveldi

Já sæll Jóhann.  Fyrr átti ég á dauða mínum von, en að þú fikraðir þig eftir þræði valdsins inn um dyr kunningaræðis og settist í dyngju kunningjaveldisins.

Er þetta ferli þitt ekki skilgreining þín á framsóknarmennsku. Shocking

En nú getur þú rýnt í íslenskt samfélag frá "réttu" sjónarhorni og skoðað hvernig viðskipti og stjórnmál hafa verið gegnsýrð af valda- og hagsmunatengslum, spilltum embættisfærslum, pólitískum stöðuveitingum og „vel heppnuðum“ tilraunum til þess að gera almannafé að uppsprettu auðs hjá einkaaðilum.

Kveðja úr spillingunni fyrir austan.


mbl.is Nýr upplýsingafulltrúi stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er RÚV er falskt öryggistæki?

Löngum hefur það verið afsökunin, við að þurfa að borga nefskatt til RÚV, að það sé slíkt öryggistól að það þurfi að vera til staðar ef eitthvað á bjátar til að koma á framfæri áríðandi tilkynningum til íbúa landsins.  Nú síðast í morgun var þetta öryggistól óvirkt í á fjórðu klukkustund á Egilsstöðum vegna bilun í ljósleiðara, bæði rás eitt og tvö. 

Var virkilega ekki til varaleið?

Þetta er því miður ekki einstakt tilfelli. 
Nokkur tilfelli í haust sýna fram á veikleika kerfisins. 

Hér þurfa menn að taka sér tak og girða sig í brók, ella hætta að rausa um þetta í nafni öyggis og almannaheilla og fella samhliða niður skylduaðild að RÚV.


mbl.is Viðgerð lokið á Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband