Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2011
12.7.2011 | 14:35
Flugvöllurinn fer náttúrulega ekki fet.
Einkennileg smáborgaraháttur að skilja ekki að Reykjavík er höfuðborg Íslands, ekki eingöngu Stór-Reykjavíkursvæðisins. Því ber borgarstjórnendum skylda til að hátta samgöngm þannig, að tími og kostnaður þeirra er borgina sækja, verði í lágmarki.
Það er nú þegar ærinn kostnaður sem leggst á landsbyggðina, vegna offjárfestinga og útrásar íbúa þessa svæðis. Reykjavíkurborg hefur undanfarið verið rekin eins og sjálfstætt borgríki og það að verulegu leiti á kostnað landsbyggðarinnar.
Það er nú þegar ærinn kostnaður sem leggst á landsbyggðina, vegna offjárfestinga og útrásar íbúa þessa svæðis. Reykjavíkurborg hefur undanfarið verið rekin eins og sjálfstætt borgríki og það að verulegu leiti á kostnað landsbyggðarinnar.
![]() |
Einar hrósar Ögmundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2011 | 20:13
Kominn úr sumarfríi frá Finnlandi.
Heitir og bjartir dagar eru að baki í Finnlandi. Þar var hitinn +24 til 32°C var það kærkomin uppbót eftir +0 til 8°C á Egilsstöðum undanfarnar vikur fyrir ferðalagið. Í Finnlandi áttum við hjónin ánægjulegar stundir í húsbílnum okkar, IngMar, bæði á landareign Völlu systur og mannsins hennar Mårten jafnt og á tjaldstæðinu í Helsingfors.
Undanfarin ár hafa farið í að kanna ókunnar lendur í austur, mið og vestur Finnlandi á húsbílnum og margar borgir kannaðar og margir vegir eknir. Núna var ákveðið að vera ferðamaður í Helsingfors.
Tjaldstæðið er vel staðsett í austurhluta borgarinnar rétt hjá neðanjarðarstöð þar sem lestar báru mann á örskotsstundu niður í miðborgina. Húsbíllinn stóð og vaktaði svæðið á meðan við hjónin skoðuðum merka staði s.s. Dómkirkjuna, torgið, miðbæinn og aðra ferðamannastaði.
Þegar heim var komið, flýttum við óvænt för og í stað þess að leggja í hann suðurum á laugardegi, var ákveðið að slá í klárinn rétt eftir hádegi á föstudag. Ekið var sem leið lá út úr bænum og eftir smá töf á suðurlandsvegi, vegna umferðaróhapps, var vistöðulítið ekið heim á leið.
Merkilega nokk, þá benti ég frúnni á hve dökk Múlakvísl væri en sakleysisleg og frekar vatnslítil. Þetta var um 17:00 á föstudaginn 8. júl sl. Nokkur brennisteinsfnykur barst inn í bílinn á þessu svæði.
Það voru samt nokkuð óvæntar fréttirnar að mogni þess níunda þegar svefndrukknir ferðalangar drögnuðust á fætur og á öldum ljósvakans bárust þau tíðindi að brúin á Múlakvísl væri brottnumin og þjóðvegur 1 suður, ófær.
Svona er Íslandi í dag, óvæntar uppákomur daglegt brauð.
Undanfarin ár hafa farið í að kanna ókunnar lendur í austur, mið og vestur Finnlandi á húsbílnum og margar borgir kannaðar og margir vegir eknir. Núna var ákveðið að vera ferðamaður í Helsingfors.
Tjaldstæðið er vel staðsett í austurhluta borgarinnar rétt hjá neðanjarðarstöð þar sem lestar báru mann á örskotsstundu niður í miðborgina. Húsbíllinn stóð og vaktaði svæðið á meðan við hjónin skoðuðum merka staði s.s. Dómkirkjuna, torgið, miðbæinn og aðra ferðamannastaði.
Þegar heim var komið, flýttum við óvænt för og í stað þess að leggja í hann suðurum á laugardegi, var ákveðið að slá í klárinn rétt eftir hádegi á föstudag. Ekið var sem leið lá út úr bænum og eftir smá töf á suðurlandsvegi, vegna umferðaróhapps, var vistöðulítið ekið heim á leið.
Merkilega nokk, þá benti ég frúnni á hve dökk Múlakvísl væri en sakleysisleg og frekar vatnslítil. Þetta var um 17:00 á föstudaginn 8. júl sl. Nokkur brennisteinsfnykur barst inn í bílinn á þessu svæði.
Það voru samt nokkuð óvæntar fréttirnar að mogni þess níunda þegar svefndrukknir ferðalangar drögnuðust á fætur og á öldum ljósvakans bárust þau tíðindi að brúin á Múlakvísl væri brottnumin og þjóðvegur 1 suður, ófær.
Svona er Íslandi í dag, óvæntar uppákomur daglegt brauð.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)