Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011

Þetta er ekki flókið.

Það er auðvita forseti vor, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sem á að fara fyrir landsmönnum í þessu máli. Hann er með meirihluta þjóðarinnar á bak við sig.

Stjórnmálamenn eru búnir sýna það og sanna að þeir eru aldeilis óhæfir að standa í þessu og traust þjóðarinnar liggur ekki hjá stjórninni, samkvæmt síðustu skoðunarkönnun.  Þeir eru búnir að skíta ICESAVE upp á bak á sér.

Eigi stjórnmálamenn að koma að þessu, verður það að vera að undangengnum Alþingis kosningum.


mbl.is Óvíst um forræði í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsi á Grímsstöðum á Fjöllum.

Legg til að Ögmundur kaupi Grímsstaði á Fjöllum og reisi þar fangelsið sitt og Páls Winkels.  Þannig er hægt að uppfylla atvinnustefnu VG og gera eitthvað annað en eitthvað annað en að byggja álvel og jafnframt leysir hann þann Gordonshnút sem Ögmundur hefur hnýtt og losar jafnframt aldraða ábúndur Grímsstaða úr átthagafjötrunum.

Með þessum stórkallalegu hugmyndum um fangelsi á Hólmsheiðinni, hefur Ögmundur orðið uppvís að ósannsögli.  Hann hefur ítrekað gefið í skyn að þar sé um skammtímavistun fanga að ræða, sem eru að bíða eftir dómi, ekki til langtímavisturnar.  Nú virðist annað upp á teningnum.
mbl.is Stuðning vantar við Hólmsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband