Borgríkið Reykjavík.

Nokkrir íbúar Borgríkisins Reykjavík, hafa skuldsett Lýðveldið Ísland þannig að það er tækilega gjadþrota. 

Í þessari kröppu stöðu tel ég rétt, að Borgríkið Reykjavík verð veitt sjálfstæði frá Lýðveldinu Íslandi og kennitala þess, taki með sér allar þær skuldir sem orðið hafa til í aðalstöðvum þorra banka Íslands, - sem eru staðsettar hvar?  Í Reykjavík. 

Góðærið fór framhjá garði flestra á landsbyggðinni, þannig að skuldir samfélagsins eiga að gera það einnig.  Það er sanngjörn krafa.

Krafan er því, frelsi fyrir Borgríkið Reykjavík. 

Leyfum svo landsbyggðinni að þroskast í friði án afskipta þaðan.


mbl.is Stangast ekki á við stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Nýja Ísland?

Nýja Ísland?

Axel Þór Kolbeinsson, 19.11.2009 kl. 13:53

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Góðærið fór fram hjá garði flestra landsmanna, jafnt í borgríkinu sem dreyfbýlinu og þónokkrir af þeim sem settu landið á hausinn voru kvótakóngar af landsbygðinni. Þið eigið ekkert frekar hagsmuni með "ykkar" auðmönnum en við með "okkar" heldur eigum við að sameinast gegn báðum hópum.

Héðinn Björnsson, 19.11.2009 kl. 13:58

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hræddur er ég um það Héðinn, fyrir þína hönd og annara borgarbúa, að hlutfallið sé Borgríkinu verulega í hag, hvað varðar fjölda þeirra sem bera ábyrgð á hruninu.  Giska á 1:8.

Það er mjög skemmtileg tala, því sungið eru um aðra jafn óábyrga jólasveina, sem einmitt voru einn og átta.

Sjálfstæðiskveðja af landsbyggðinni.....

Benedikt V. Warén, 19.11.2009 kl. 20:36

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Axel, þú tekur of mikið af Lýðveldinu, var bara að fjalla um Borgríkið Reykjavík.  Mér finnst skörin heldur vera að færast upp í bekkinn hjá þér, að taka með öll suðurnesin og bendla þau við Arnarhólssukkið.

Með landsbyggðarkveðju.....

Benedikt V. Warén, 19.11.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Borgríkið verður ná að fá að hafa alþjóðaflugvöll svo það geti flutt inn karamellur og niðursoðna skinku frá fyrirheitna landinu.

Axel Þór Kolbeinsson, 19.11.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband