Eitt er að hlusta annað að fara eftir því.

Þeir segjast tilbúnir að hlusta, en hvergi hefur komið fram að nokkurt tillit verði tekið til athugsemda né óska.  Það er svo sem skárra en Íslensk stjórnvöld geta státað sig af.  Hér átti að keyra Icesave í gegn, helst án þess að kynna nokkrum utan ríkisstjórnar málið, hvað þá að taka tillit til þess sem menn sögðu. 

Rétt er að bíða rólegir með allar ákvaðanatökur.  Tækifærin fara ekkert.  Nú um stundir er ljóst að engar forsemdur er fyrir Ísland að samþykkja Icesave-samninga né að sækja um inngöngu í ESB.


mbl.is ESB fært um að hlusta á fólkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Vinnubrögðin innan Evrópusambandsins eru á þá leið að í þau fáu skipti sem almenningur í ríkjum sambandsins eru spurðir álits á einhverjum samrunaskrefum innan þess (nokkuð sem allt er reynt til þess að komast hjá að gera) er búið að ákveða niðurstöðuna fyrirfram. Hún skal vera já.

Ef fólk segir nei er kosið aftur og aftur þar til niðurstaðan er eins og ráðamenn Evrópusambandsins vilja og þá er aldrei kosið aftur. Nei þýðir ekki nei að í orðabók sambandsins heldur í bezta falli kannski seinna.  Já þýðir hins vegar óumbreytanlegt og endanlegt já.

Eins og Wall Street Journal skrifaði fyrr á þessu ári er niðurstöðum kosninga hagrætt víða í heiminum til þess að fá "rétta" útkomu en hjá Evrópusambandinu er bara kosið aftur og aftur þar til "rétt" útkoma fæst og þá er aldrei kosið aftur. Í báðum tilfellum er um að ræða fullkomna fyrirlitningu á lýðræðinu.

Þessi vinnubrögð Evrópusambandsins eru hliðstæð og ef kosið yrði árlega á Íslandi til Alþingis þar til Sjálfstæðisflokkurinn fengi hreinan meirihluta á þinginu og þá yrði aldrei kosið aftur.

Og nú hafa Írar fengið að kenna á þessum vinnubrögðum. Reyndar ekki í fyrsta skiptið.

Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2009 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband