29.9.2009 | 22:35
Hvað með Jóhönnu og Steingrím....
...eru þau ekki að reyna að hjálpa Gordon Brown úr klemmunni á kostnað okkar, skattborgaranna á Íslandi. Eiga þau ekki þakkir skildar hjá hollendingum og bretum?? Þau eru að reyna að útdeila fjármunum okkar, sem tókum ekki þátt í hrunadansinum í kringum góðærið. Okkur sem stigum varlega til jarðar í fjárfestingum og nýjasti bíllinn á heimilinu er að komast á fermingaaldurinn.
Hvers eigum við að gjalda?
Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek heilshugar undir með þér, Það er sárt að maður skuli standa frammi fyrir því eins og við hjónin sem tókum á engan hátt þátt í sukkinu bara 1 gamall bíll á heimilinu enginn flatskjár og engin neyslulán og áttum 30 milljóna hreina eign í húsi okkar sem var u.þ.b. 60% af kaupverði hússins og restina tókum við í myntkörfu. Í dag er þessi eign fuðruð upp, ég segi eins og þú HVERS EIGUM VIÐ AÐ GJALDA????
Hulda Haraldsdóttir, 29.9.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.