29.9.2009 | 20:54
Að gera eitthvað annað. Taka tvö.
Ennþá er tönglast á því að það sé hægt að gera "eitthvað annað" á landsbyggðinni. Er ekki hægt að tala þar um bókstafstrú? Er það ekki bókstafstrú að vera á móti allri atvinnuuppbyggingu í stóriðju- og orkugeiranum??
Ég fór á Eskifjörð í gær, - sem oftar. Rifjaði þá upp þau fyrirtæki með konu minni, sem þar voru til staðar á árunum 1960 1980 og fékk síðan aðstoð frænda hennar til að fylla frekar inn í þessa upptalningu.
Þetta er ekki vísindaleg úttekt, aðeins til að gefa mynd af þróuninni. Flest þessara fyrirtækja eru horfin, fá eru rekin í annarri mynd og í einstaka tilfelli hafa önnur tekið við og svipuð starfsemi stunduð áfram. Það breytir hins vegar ekki því, mörg störf eru horfin úr byggðalaginu og ljóst af þessu, að það er erfitt að vera sjálfs síns herra á Íslandi í dag.
Á Eskifirði voru rekin í "den":
Bío Valhöll - Góa-sjoppan - Verslun Ella Guðna - Pöntunarfélag Eskfirðinga - Vélsmiðja Kalla Sím. - Hraðfrystihús Eskifjarðar - Síldarmjölsverksmiðja ríkisins - Hótel Eskja - Kaupfélag Eskifjarðar - Steinaverksmiðja Halldórs og Þorvaldar - Steina- og rörasteypa Lúters Guðnasonar - Sáturhús - Fiskverkunin Eljan - Trésmiðjaverkstæði Ragnars Björnssonar - Trésmiðjaverkstæði Guðna Jónssonar - Netaverkstæði Jóhanns Klausen - Nýlenduvöruverslun Árna Jónsson - Verslun Margrétar Guðmundsdóttur - Ljósmyndastofa Vilbergs Guðnasonar - Bakarí Hlöðvers Jónsson - Sjoppa Eiríks Ólafssonar - Rafeindaþjónusta Arnþórs Ásgrímssonar - Fiskverkunin Friðþjófur - Harðfiskverkun Bóasar Emilssonar - Síldarsöltunarstöðvarnar Sæberg, Eyri, Auðbjörg, Askja og Friðþjófur - Bifreiðaeftirlit ríkisins
Slíka upptalningu er að finna frá flestum stöðum úti á landi, þar sem fjármunir staðanna hafa flotið til höfuðborgarinnar og síðan hefur þurft með töngum að slíta smáræði til baka fyrir brýnustu nauðsynjum.
Svo á að bjarga hlutunum við að "gera eitthvað annað" og þeir Vinstri Grænu (Alþýubandalagsmenn) eru hvað iðnastir við kolann.
Sjáið t.d. nýjasta útspil hjá Kammerat Ögmundi. Ekki króna til í ríkiskassanum til að reka sjúkrastofnanir landsins. Lausnin?? Að fara í milljarða sjúkrahúsbyggingu í höfuðborginni!?!?
Er þá allt í einu ódýrara að reka auralaust heilsubatteríið?? Hvernig er hægt að reka margfalt stærri sjúkraþjónustu, þegar það er ekki hægt nú, með langt um minna umfang?? Á ef til vill að loka öllum heilsugæsltstöðvum og sjúkrahúsum á landsbyggðinni?? Er þetta það sem vantar einmitt nú, mitt í allri kreppunni??
Ég segi nú bara, það er ef til vill ekki nauðsynlegt að vera bjálfi til að vera Vinstri Grænn sérfræðingur, - en það greinilega hjálpar.
Ég fór á Eskifjörð í gær, - sem oftar. Rifjaði þá upp þau fyrirtæki með konu minni, sem þar voru til staðar á árunum 1960 1980 og fékk síðan aðstoð frænda hennar til að fylla frekar inn í þessa upptalningu.
Þetta er ekki vísindaleg úttekt, aðeins til að gefa mynd af þróuninni. Flest þessara fyrirtækja eru horfin, fá eru rekin í annarri mynd og í einstaka tilfelli hafa önnur tekið við og svipuð starfsemi stunduð áfram. Það breytir hins vegar ekki því, mörg störf eru horfin úr byggðalaginu og ljóst af þessu, að það er erfitt að vera sjálfs síns herra á Íslandi í dag.
Á Eskifirði voru rekin í "den":
Bío Valhöll - Góa-sjoppan - Verslun Ella Guðna - Pöntunarfélag Eskfirðinga - Vélsmiðja Kalla Sím. - Hraðfrystihús Eskifjarðar - Síldarmjölsverksmiðja ríkisins - Hótel Eskja - Kaupfélag Eskifjarðar - Steinaverksmiðja Halldórs og Þorvaldar - Steina- og rörasteypa Lúters Guðnasonar - Sáturhús - Fiskverkunin Eljan - Trésmiðjaverkstæði Ragnars Björnssonar - Trésmiðjaverkstæði Guðna Jónssonar - Netaverkstæði Jóhanns Klausen - Nýlenduvöruverslun Árna Jónsson - Verslun Margrétar Guðmundsdóttur - Ljósmyndastofa Vilbergs Guðnasonar - Bakarí Hlöðvers Jónsson - Sjoppa Eiríks Ólafssonar - Rafeindaþjónusta Arnþórs Ásgrímssonar - Fiskverkunin Friðþjófur - Harðfiskverkun Bóasar Emilssonar - Síldarsöltunarstöðvarnar Sæberg, Eyri, Auðbjörg, Askja og Friðþjófur - Bifreiðaeftirlit ríkisins
Slíka upptalningu er að finna frá flestum stöðum úti á landi, þar sem fjármunir staðanna hafa flotið til höfuðborgarinnar og síðan hefur þurft með töngum að slíta smáræði til baka fyrir brýnustu nauðsynjum.
Svo á að bjarga hlutunum við að "gera eitthvað annað" og þeir Vinstri Grænu (Alþýubandalagsmenn) eru hvað iðnastir við kolann.
Sjáið t.d. nýjasta útspil hjá Kammerat Ögmundi. Ekki króna til í ríkiskassanum til að reka sjúkrastofnanir landsins. Lausnin?? Að fara í milljarða sjúkrahúsbyggingu í höfuðborginni!?!?
Er þá allt í einu ódýrara að reka auralaust heilsubatteríið?? Hvernig er hægt að reka margfalt stærri sjúkraþjónustu, þegar það er ekki hægt nú, með langt um minna umfang?? Á ef til vill að loka öllum heilsugæsltstöðvum og sjúkrahúsum á landsbyggðinni?? Er þetta það sem vantar einmitt nú, mitt í allri kreppunni??
Ég segi nú bara, það er ef til vill ekki nauðsynlegt að vera bjálfi til að vera Vinstri Grænn sérfræðingur, - en það greinilega hjálpar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.