20.9.2009 | 23:05
Trúarbrögð leiða ekki til óhæfuverka.....
....heldur er það hvernig manninum tekst að mis- eða oftúlka það sem í ritningunni stendur.
Þannig má fara í gegnum öll trúarbrögðin og finna í þeim festum, að menn seilast ansi langt til að aðlaga ritað mál að sinni eigin sannfæringu og túlkun. Það gera þeir til að geta framkvæmt það þeim hugnast best og vitna þá í "ritúalið" til að sannfæara almenning um gjörninginn og réttlæta sig í þeirra augum, - sama hversu mikið það er á skjön við almenna skynsemi.
Hugleiðing í visi.is þar sem Þorkell Sigurlaugsson veltir upp mismunandi "trúarbrögðum" í Svartbók kommúnismans sem Hannes Hólmsteinn Gissurarsonar færði í Íslenskt letur og Hvítu Bókina eftir Einar Má Guðmundsson, umfjöllun sem er allra athygli verð.
Ekki ætla ég að kafa í innihald þeirra bóka, þar sem ég hef hvoruga lesið.
Grípum aðeins niður í það sem Þorkell ritar er hann fjallar um Svartbókina ".... lýsir því vel hvers konar hörmungar kommúnisminn leiddi yfir margar þjóðir heims þar sem tugmilljónir manna voru drepnir. Það var orðið tímabært að þýða þessa bók sem nokkrir franskir fræðimenn skrifuðu og kom út árið 1997. Þakka ber Hannesi fyrir það framtak. Það er undarlegt, þegar maður kynnir sér þetta betur, hve margir hafa verið ófeimnir við að játast undir trú kommúnismans og viðurkenna stuðning við hann, en nánast enginn vill láta stimpla sig sem nasista. "
Þarna erum við sammála um að pólitík er í sjálfu sér trú "...játast undir trú kommúnismans..."
Síðan fjallar hann um Hvítbókina á eftirfarandi hátt "....fjallar um atburði sem standa okkur nær þar sem reynt er að gera kapítalismann eða frjálshyggjuna að holdgervingi alls hins illa í stjórnmálum og efnahagsmálum. Afar vel skrifuð bók og skemmtileg, en efnahagshrunið er ekki kapítalismanum að kenna. Efnahagshrunið er fífldirfsku örfárra manna að kenna, eftirlitsleysi eftirlitsstofnana og sofandahætti og ráðleysi stjórnvalda."
Dálítið merkilega að orði komist, þar sem báðar stefnurnar eiga fullt erindi til fólks, en það sem klikkar í báðum tilfellum, - er mannleigi þátturinn.
Í öllum trúarbrögðum og þar á meðal kommúnismanum og kapitalismanum, gleymist að græðgin, valdnýðslan og spillingin er eitthvað sem ekki er hægt að henda reiður á í uppskrift að góðum útfærslum, sama hversu góð trúarbrögðin annars eru.
Velti því fyrir mér, hvort Þorkell sé eitthvað "litaður" í sinni, annars ágætu umfjöllun, sem má lesa í heild sinni á:http://visir.is/article/20090919/SKODANIR/158309763/-1
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.