Betur að svona væri tekið á öðrum málum skyldum....

...t.d. þegar einstaklingar eru verið að spæna upp flugvelli landsmanna.  Ekki finnst því fólki það vera tiltökumal að nota þau mannvirki sem skeiðvelli, hlaupabrautir og/eða spyrnusvæði bíla og vélhjóla. 

Flugvellir eru þeir staðir sem oft eru notaðir til að koma sjúkum og slösuðum á sjúkrahús.  Stundum eru þeir svo illa farnir, útspólaðir og traðkaðir eftir hestamenn, að þeir eru óbrúklegir fyrir flugvélar sem ekki eru á "túttum".

Flugvöllur eins og t.d. á Norðfirði er oft þéttsetinn "trimmurum" sem ekki telja heppilegt að nota til þess gerð mannvirki til útvistar en velja heldur flugbrautir til þeirra iðkana.  Þessir "útigangsmenn" skemma að visu ekki brautir, en oft hefur maður þurft að hætta við lendingu á Norðfirði og Djúpavogi, vegna gangandi eða akandi umferðar á brautinni. Þannig er einnig um marga flugvelli á Íslandi, sem ekki eru daglega vaktaðir. 

Einkennilegt er að ekki skuli takast að fá fólk með fullu viti til að virða þessi mannvirki og umgangast þau sem slík og skilja það, - að flug hefur þar allan forgang.

mbl.is Sakfelldir fyrir spjöll á golfvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband