Lýst er eftir skjaldborg Samfylkingarinnar og VG

Ég man ekki betur en að árið 1983 hafi launavísitalan verið tekin úr sambandi en lánskjaravísitalan ekki.  Þetta þótti rétt á þessum tíma, en almenningi blæddi sem nú.



Það að sjálfsögðu orsakaði það að öll lán ruku upp úr öllu valdi en launin stóðu í stað.  Þetta varð svo til þass að fæstir gátu staðið í skilum. Þá eins og nú, varð lánabyrðin hærri en verðmæti eigna. 



Hvernig væri nú að snúa dæminu við.  Velja viðmiðunar vísitölu á einhverju vitrænu plani og reikna öll lán út frá þeirri tölu næstu ár og vinna sig í gegnum hauginn á þeim forsendum.  Þjóðin á það inni hjá lánastofnunum frá því 1983. 



Síðustu fregnir herma, að nægjanlegt  fé sé í bankakerfinu og því er þar engin neyð.  Er ekki enmitt nú lag að taka raunhæft og skynsamlega á þessu máli.
mbl.is Aðgerða þörf fyrir fyrirtæki og heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Þetta þótti ekki rétt á þessum tíma, en tveim stjórnmálaflokkum þótti það og atvinnurekendur. Það eru sömu flokkarnir og stjórnuðu hér í 12 ár. Þessu var strax mótmælt því allir vissu hvað var gerast. Við höfðum reynsluna frá 1969

Kristbjörn Árnason, 4.9.2009 kl. 13:57

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Kristbjörn, ég skal ummorða þetta.

Þáverandi stjórnvöldum þótti þetta rétt aðgerð á þessum tíma, en almenningi blæddi sem nú. 


Þetta var afleit samþykkt, sem kom sér mjög illa fyrir þá sem voru að byggja eftir 1980, svo varla sér fyrir endann á því ennþá.

Þeir sem byggðu fyrir 1980 fengu eignir sínar á "slikk" vegna þess að verðbólgan brenndi upp skuldirnar, sem jafnframt var sparifé þeirra sem eldri voru.  Nú er komið að þessum hópi að greiða ögn til baka af þeim greiða sem honum áskotnaðist á árunum rétt fyrir 1980.

Ekki það að mér finnist að sérstaklega eigi að nýðast á einhverjum, allra síst ellilífeyrisþegum, breytir það ekki því, að það verður að taka á þessum málum, - fyrr en seinna.

Benedikt V. Warén, 4.9.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband