Fangelsið á Reyðarfjörð!!

Ég hef tvisvar áður fjallað um að nýta byggingarnar sem Bectel nýtti vegna uppbyggingarinnar á Reyðarfirði.  Þar er "gistimöguleikar" fyrir um 705 manns, eldhús á staðnum til að kokka ofan í liðið, þreksalir og afþreying ýmiskonar.

Girða þarf svæðið af, en rétt hjá liggur raflínan niður í álverið og ætti að vera hægt að fá "afleggjara" til að halda spennu á rafgirðingu, sem mundi vera umhverfis svæðið.

Það er ekkert lögmála að fangar utan af landi fari í afplánun á suðurlandið, ef þeir geta afplánað í heimabyggð.  Svo er að sjálfsögðu pláss fyrir þá sem settu landið á hausinn að koma austur og afplána  þegar það að kemur.  Það gæti brostið á fyrr en varir.

Þetta er einnig kjörðið fyrir þá "sem vilja gera eitthvað annað" að styðja við og stuðla að framgangi þessa máls. 

Það mundu verða til nokkur störf á landsbyggðinni við þetta.

http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/702949/


mbl.is Skora á stjórnvöld að byggja nýtt fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband