Kæri Umhverfisráðherra.....

...Kolbrún Halldórsdóttir.

Þar sem öllu Íslandi er stjórnað af heiðarlegurm og réttsýnum starfsmönnum, hvort heldur er í bönkum eða ráðuneytum, fer ég hér náðugsamlegast fram á að halda dýr á lóð minni.

Málavextir eru þeir, að snjótittlingur einn (Gulli) hefur búið um sig í fuglahúsi í garðinum mínum og er þar öllum stundum yfir veturinn.  Nú líður honum svo vel, að ég get allt eins búist við því, að hann velji að vera þarna áfram í sumar.

Vandamálið er einungis það, að vinir hans fylgja honum oft inn á lóð hjá mér, og ég þekki þá ekki í sundur né með nafni. 

Spurninginar mínar eru því eftirfarandi:

- Má Gulli (snjótittlingurinn sem ég nefndi áður) vera hjá mér í sumar?

- Má ég nefna hann Gulla?

- Hvað má ég gefa honum að éta?

- Meiga félagar hans koma í heimsókn?

- Þarf ég að sækja um leyfi fyrir þeim heimsóknum í hvert sinn?

Ég veit að þú villt okkur vel, vegna þess að þú og þínir starfsmenn eru svo rosalega réttsýnir, gáfaðir og hógværir, og vonast því til þess að tekið verði jákvætt í þessa beiðni mína.

Virðingarfyllst og af einlægri lotningu fyrir valdi þínu.

Þinn einlægur..... 

 

 


mbl.is Líf Lífar í höndum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Fer ekki tittlingurinn í garðinum að heita sólskríkja úr þessu? Ég veit að Kolla er á leið austur. Náðu nú tali af henni.

Haraldur Bjarnason, 16.4.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Sævar Einarsson

færð 10 af 10 fyrir þessi skrif

Sævar Einarsson, 16.4.2009 kl. 13:37

3 Smámynd: Vigfús Pálsson

Eftir viku, þá ertu ekki með snjótittlings vandamál.  Þá heitir vandamálið þitt sólskríkja.  Nú verður þú að endursenda umsóknina til UST í marrrrrrgriti  - nú ertu í vondum málum, trallllllalllllala

Vigfús Pálsson, 16.4.2009 kl. 13:57

4 Smámynd: Sævar Einarsson

Þú ert í vondum málum, trallllllalllllala

Sævar Einarsson, 16.4.2009 kl. 14:00

5 identicon

Hrein snilld og þetta er einmitt málið sem sýna hvað þessi lög eru orðin alveg vita gjörsamlega út úr kú. Burt með báknið strax. Ekki spurðu hreyndýrin mig um leyfi þegar þau hertóku land mitt og spörkuðu það upp eins og þeim þóknaðist, en ég hefði kannski átt að sækja um leyfi fyrir þau.???

PS Eigum við bara ekki að dæla inn umsóknum á Umhverfisstofnun fyrir þessum viltu dýrum sem dirfast til að halda til á lóðum okkar???

(IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband