Gamla bréfaklemman.

Pólitískir uppvakningar hafa aldrei verið í tísku, - allra síst nú þegar kallað er á endurnýjun í öllum flokkum.  Þekkt er að særa upp og framkalla uppvakninga og eru það þá einhverjir aðrir sem gera það,  ekki líkið.  Að særa upp sjálfan sig er einstakt, eins og Jón Baldvin reyndi og greinilega dæmt til að mistakast.

Það er athyglivert þegar einhver reynir að halda stjórnmálaflokki í gíslingu og setja hann í pólitíska klemmu, eins og fyrrverandi flokksformaður var að bera sig eftir.  Nú sér maður að þetta var bara pólitísk bréfaklemma, sem á heima í sömu krúsinni og fóður blíantsnagaranna í Seðlabankanum, sem Jón Baldvin var óþreytandi að minna land og þjóð á, þegar hann var og hét.
mbl.is Jón Baldvin ekki í formannsframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband