14.2.2009 | 14:07
Stóð sína vakt með sóma.
Við austfirðingar stöndum í þakkarskuld við Valgerði. Hún stóð með okkur, þegar öll sund sýndust lokuð og kom í gegn virkjun og álveri á Austurlandi. Samfylkingin klofin í herðar niður í þessu máli eins og öllum öðrum. Sjálfstæðisflokkurinn i innhverfri íhugun og gerði ekkert frekar en endra nær og VG uppfullir að "gera eitthvað annað" við þá peninga sem ekki voru til. Þeir eru enn í fjallagrösunum.
Hvert timabil hefur sín einkenni og hver persóna hefur sinn vitjunartíma. Valgerður stígur nú frá borði og rýmir fyrir nýjum einstaklingum. Í pólitík gefur á bæði borð, en í gegnum þann ólgusjó komst Valgerður með sóma. Ýmsu er klínt á hana og framsóknarflokkinn sem engin fótur er fyrir, en það er nú allt önnur saga.
Þakk fyrir mig, Valgerður
Hvert timabil hefur sín einkenni og hver persóna hefur sinn vitjunartíma. Valgerður stígur nú frá borði og rýmir fyrir nýjum einstaklingum. Í pólitík gefur á bæði borð, en í gegnum þann ólgusjó komst Valgerður með sóma. Ýmsu er klínt á hana og framsóknarflokkinn sem engin fótur er fyrir, en það er nú allt önnur saga.
Þakk fyrir mig, Valgerður
Valgerður ekki í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það má vera að hamingja ykkar Austfirðinga fái útrás við málmbræðslustörf, en við skulum vera minnug þess að þessi sama kona var bankamálaráðherra sem stjórnaði sölu Lands- og Búnaðarbanka til einkavina og sú gjörð leiddi brautina sem við fylgdum hingað bæði Austfirðingar sem og aðrir landsmenn. Hún þorir ekki að halda áfram aumingja konan, en við skattgreiðendur sjáum væntanlega vel fyrir henni í ellinni vegna hennar eigin rausnarskapar við sjálfa sig á okkar kostnað. Hafi hún skömm fyrir.
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 14:25
Sæll Gísli. Við reynum að sjá öllum fyrir þægilegu ævikvöldi, þó það gangi stundum brösulega.
Þú gleymir samt einu, þegar Framsókn var í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, var það krafa þess síðarnefnda að einkavæða. Afgangurinn var úrvinnsla samkvæmt lögum, meðal annars frá Brussel, sem við höfðum fyrir löngu samþykkt.
Það er því nokkuð harður dómur að kenna Valgerði einni um að vinna eftir samningum og lögum. Það er eins og að kenna Vegagerðinni um of hraðan akstur, vegna þett að þeir eru að bæta vegakerfið.
Ef þú tekur niður VG-gleraugun þín og skoðar hvaða störf eru tengd þessu álveri, kemstu fjótt að því að, að mörghver eru vel borguð og gerð krafa í mikla menntun.
Gleymdu því heldur ekki að mikil þekking, reynsla og færni varð eftir hjá þjóðinni, við það stóra verkefni að byggja Kárahnjúkavirkjun. Það er nefnilega ekki nóg, að vera með Háskólann og útskrifa þaðan verkfræðinga, þeir verða einnig að fá verðug verkefni að spreyta sig á innanlands.
Benedikt V. Warén, 14.2.2009 kl. 14:42
já frábært reisum bara nóg að álverum, af því það SVO ARÐBÆRT, og heimsmarkaðsverð fer stighækkandi !!!
Dettur mönnum ekkert annað í hug annað enn álver eða fjallagrös eða að gefa banka ?
Framsóknarflokkurinn tapar STÓRT í næstum kosningum, TAKK FYRIR það VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR
ag (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:17
ag.
Það er ágætt að vera máefnanleg(-ur) í umræðunni. Það hefur komið í ljós að verkefnið um virkjanir og álver var rétt ákvörðun, sama hvað konur (menn) fjasa um annað. Það merkir samt ekki að sitja eigi með hendur í skauti og sleppa því að gera eitthvað annað.
Framsóknarflokkurinn á eftir að vinna stórt í næstu kosningu, hvort sem þér líkar betur eða verr.
Kjósendur eiga eftir að skoða öfgalaust fyrir hvað flokkurinn stendur og hvað hefur verið gert með þann flokk í stjórn. Þar með er ekki sagt, að allt sem hefur verið sýslað með þar innan dyra hafi verið hafið yfir allan vafa.
Bentu á stjórnmálaflokk á Íslandi sem hefur hreinan skjöld.
Benedikt V. Warén, 14.2.2009 kl. 19:12
Gott að herfan hættir, nóg er tjónið eftir hana, eyðileggingin er gríðaleg á landinu, sviðin jörð.
Daus (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 16:32
Sæll Hjalti. Gaman að sjá að þitt málefnalega komment (nr.5).
Benedikt V. Warén, 16.2.2009 kl. 16:43
Þetta er mín skoðun og ekkert athugavert við hana, sumir eru komnir á hálan ís að saka aðra um ómálefnalegar skoðanir...góða nótt vinur, kær kveðja Daus.
Daus (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.