6.2.2009 | 13:06
Skelfileg staða.
Ömulegt ef KHB lokar, sem hefur verið kjölfestan í atvinnulífi á mið-Austurlandi í eina öld og með stærstu verslunina á Austurlandi.
Getur verið að ekkert sé hægt að gera til þess að bjarga þessum rekstri. Tveir milljarðar eru litlir peningar þegar maður verður vitni að því, að um og yfir 100 milljarða tapast nær vikulega í fyrirtækjarekstri í Reykjavík, en samt halda áfram. Enhver er til í að lána áfram.
Er það ef til vill fjarlægðin frá höfuðstaðnum, sem gerir stjórnendur lánastofnana minna áhugasama við að bjarga fyrirtækjum??
Getur verið að ekkert sé hægt að gera til þess að bjarga þessum rekstri. Tveir milljarðar eru litlir peningar þegar maður verður vitni að því, að um og yfir 100 milljarða tapast nær vikulega í fyrirtækjarekstri í Reykjavík, en samt halda áfram. Enhver er til í að lána áfram.
Er það ef til vill fjarlægðin frá höfuðstaðnum, sem gerir stjórnendur lánastofnana minna áhugasama við að bjarga fyrirtækjum??
Kaupfélag Héraðsbúa í þrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig getur svona illa rekin smábúlla fyrir austan skulda 2 milljarða króna? Fyrir hverju var eiginlega tekið lán?
Karpi (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:35
Hvað kostaði Malarvinnslan þegar KHB keypti hana haustið 2007? Var ekki fyrirséð þá að verkefnastaðan framundan var mun minni en árin á undan og vaxtarbroddurinn í raun liðinn? Hvernig voru kaupin fjármögnuð? Malarvinnslan fór svo í gjaldþrot einungis 13 mánuðum seinna, kannski hún hafi verið í andarslitrunum þegar hún var keypt? Getur verið að þetta hangi saman?
Sigrún (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 14:40
Það var veðjað á að fá verkefni að Bakka, tel ég. Fyrrverandi umhverfisráðherra af SV-horninu , Þórunn Sveinbjarnardóttir, ættuð frá Siglufirði, sá til þess að slá þau áform af. Við, Austfirðingar, verðum að ætla, að Samfylkingin beri höfuðábyrgð á gjaldþroti KHB. Það er mjög miður.
Með samúðarkveðjum frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 6.2.2009 kl. 17:26
Þetta eru vond tíðindi. Sorglegt til þess að hugsa að þessar virkjanaframkvæmdir sem öllu átti að redda virðast ætla að koma hart niður á Austurlandi. Svona þensla kann aldrei góðri lukku að stýra og því miður mátti sjá þetta fyrir að kreppan í kjölfarið kæmi hart niður á atvinnulífi á Austurlandi.
Þetta hefur ekkert með fjarlægð frá lánastofnunum að gera. Þetta er einfaldlega gömul saga og ný. Svona ofurþenslu fylgir alltaf samdráttur. Vonandi kemst aftur jafnvægi á Austurland og vonandi finnið þið aðrar og vænlegri leiðir þegar þið hafið komist í gegnum áfallið eftir þessi skelfilegu mistök sem Kárahnjúkavirkjun var.
Jón Kristófer Arnarson, 6.2.2009 kl. 18:26
Það er rosalegt hvað Kárahnjúkavirkjun hefur haft víðtæk áhrif, Jón. Allt fjármálakerfið í heiminum er hrunið af þeirra sökum. Þrír bankar farnir á hausinn í Reykjavík, Bónusveldið riðar til falls og Eimskip með Íslandsmet í tapi. Evrópa ein rjúkandi rúst í fjármálageiranum. Þetta eru bara örfá dæmi.
Trúir þú þessu virkilega ennþá Jón, - að þetta sé Kárahnjúkum að kenna?
Er þetta ekki farið að jaðra við ofstæki hjá þér Jón, - vegna þessara framkvæmda??
Benedikt V. Warén, 7.2.2009 kl. 01:06
Sú stefna KHB að færa sig í fasteigna bissnesinn hér um árið var alveg ótrúlega vitlaus, og allt hefur verið á niðurleið hjá þeim síðan. Að kaupa Malarvinnsluna var bara dropinn sem fyllti mælin í rangri stefnu og alltof mikilli yfirbyggingu, þetta var orðið skrifstofubákn sem ekki skildi einu sinni sjálft sig.
(IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 01:11
Þú vilt enn stinga höfði í sand Pelli minn. Ég myndi sennilega vilja gera það líka ef ég hefði barist af jafn mikilli hörku fyrir jafn vondum hlut og þessar framkvæmdir voru fyrir Austan.
Ég hef hvergi haldið því fram að allt sem aflaga fer í þessum heimi sé Kárahnjúkavirkjun að kenna, en fjandi margt þó.
Jón Kristófer Arnarson, 7.2.2009 kl. 10:11
Jón. - hvar er gamla síðan þín, þar sem var farið yfir þessi mál?
Getur þú ekki bara komið með "copy / paste" inn á þessa síðu með þá umræðu. Gaman væri að fá núna umræðuna um bankana, sem ég setti þar inn.
Svona rétt til að fara inn á þá umræðu með KHB sem var upphafið á umræðunni hér að framan, þá voru vandamál hjá því fyrirtæki löngu, löngu áður en til framkvæmda kom. Þeir sem hafa búið hér og fylgst með og muna söguna, vita þetta mætavel. Það þarf ekki að búa til einhverja VinstriGræna samsæriskenningu um fall KHB. Lokapunkturinn hjá þeim var svo ruglið með Malarvinnsluna, eins og Silla benti á.
Benedikt V. Warén, 7.2.2009 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.