Er Samfylkingin bæði í stjórn og stjórnarandstöðu?

Samfylkingin hefur löngum leikið tveimur skjöldum eða fleirum.  Sjaldan hefur neitt komið frá þeim, fyrr en eftir skoðanakannanir í fjölmiðlum, og þá fyrst var forráðamönnum flokksins ljóst hvað gekk í kjósendur.

Þess vegna kemur ekkert á óvart, að fulltrúar Samfylkingarinnar enn tala tungum tveim, einn hópurinn vill sitja sem fastast sem límdir við ráðherrastólana, á meðan hinn tala stöðugt fyrir kosningum.

Samfylkingarmönnum ætti að vera í lófa lagið, að samstilla miðin á kanónum sínum og slíta stjórnarsamstarfinu strax.  Núverandi vinnubrögð eru hallærisleg fyrir þingflokkinn og lítilsvirðing við kjósendur.  Vonandi muna kjósendur þessi vinnubrögð. 

Hverjir eru nú búnir að nappa enn einu sérkenninu, sem var eignað Framsóknarflokknum, - nefnilega já, já, nei, nei stefnunni.
mbl.is Óhjákvæmilegt að kjósa í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband