21.1.2009 | 12:57
Er það ekki "68 kynslóðin" sem er orðin geld?
"68 kynslóðin" stóð fyrir mótmælum og uppþotum upp úr miðbiki síðustu aldar. Þá voru gerðar kröfur um róttækar breytinar í samfélaginu og kjörnir fulltrúar þjóðarinnar fengu heldur betur til tevatnsins.
Nú situr þessi sama kynslóð í stólum sínum, bæði með öryggisbelti og axlabönd, og eru svo öruggir með sig, að meðal stór kjarnorkusprengja megnar ekki að skilja þar að stól og mann.
Er ekki rétt að fara að rifja upp gamlar kröfur? Ef til vill eru þær í fullu gildi enn.
Hvað um það, ég held að það sé öllum að verða ljóst, nema þá ríkistjórninni, að ráðherrar sem virðist ekki átta sig á nokkrum sköpuðum hlut lengur og kunna ekki að forgangsraða, eiga að segja af sér, - og það strax!
Nú situr þessi sama kynslóð í stólum sínum, bæði með öryggisbelti og axlabönd, og eru svo öruggir með sig, að meðal stór kjarnorkusprengja megnar ekki að skilja þar að stól og mann.
Er ekki rétt að fara að rifja upp gamlar kröfur? Ef til vill eru þær í fullu gildi enn.
Hvað um það, ég held að það sé öllum að verða ljóst, nema þá ríkistjórninni, að ráðherrar sem virðist ekki átta sig á nokkrum sköpuðum hlut lengur og kunna ekki að forgangsraða, eiga að segja af sér, - og það strax!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.