19.1.2009 | 18:35
Flokkur sem þorir.
Nú hamast andstæðingar Framsóknarflokksins að blogga sem óðir séu og lýsa út í hvert skot til að finna eitthvað, bara eitthvað til að næra samsæringakenningarfíkn sínar um eitthvað slæmt vegna kosningar Sigmundar.
Grasrótin tók hinsvegar völdin af gæðingunum í Framsóknarflokknum, sem héldu að þeir hefðu tökin á þeim bæ. Það er ekki furða þó flokksgæðingar annara flokka fái örlítinn hroll niður hryggjasúluna, því nú er búið að gefa tóninn. Handónýtir flokkseigendur sjá nú fram á erfiða tíð við að svara grasrótinni.
Spurningin til frambjóðenda allra flokka verður:
Hvernig gat þetta farið svona og hvað gerðir þú til að koma í veg fyrir það?
Grasrótin tók hinsvegar völdin af gæðingunum í Framsóknarflokknum, sem héldu að þeir hefðu tökin á þeim bæ. Það er ekki furða þó flokksgæðingar annara flokka fái örlítinn hroll niður hryggjasúluna, því nú er búið að gefa tóninn. Handónýtir flokkseigendur sjá nú fram á erfiða tíð við að svara grasrótinni.
Spurningin til frambjóðenda allra flokka verður:
Hvernig gat þetta farið svona og hvað gerðir þú til að koma í veg fyrir það?
Flokknum bjargað, segir Siv | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ROFL !
Eins gott þetta sé bara á pretni !
Þú hlýtur að eldroðna af svona bull bloggi !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 18:54
Ég sé að Framsókn er að blása í þig nýju lífi Pelli.
Magnús Sigurðsson, 19.1.2009 kl. 22:56
Sammála Pelli
Birgir þú hlýtur að eldroðna af svona bölvuðu rugli eins og þú lætur frá þér, eða er þér illt í maganum???
(IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 01:19
Satt er það Birgir, - auðvita er ég rjóður.
Er von að mér hlaupi kapp í kinn við svona jákvæð vinnubrögð hins almenna flokksmanns. Nú er ég loksins búinn að taka Framsóknarflokkinn í sátt aftur, - eftir margra ára "kalt stríð".
Þetta á bara eftir að vinda upp á sig, einnig í öðrum flokkum. Þetta handónýta lið í öllum flokkum á að víkja fyrir ferskum og dulglegum einstaklingum, sem eru til í að taka til hendinni og ganga til verka og leysa þá hnúta sem sukkliðið er búið að hnýta.
Benedikt V. Warén, 20.1.2009 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.