10.11.2008 | 14:08
Frábærar fréttir í íhaldskreppunni.
Þeim fer sem betur fer fækkandi þursunum sem sjá ekki nauðsyn þess að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.
Nú er bara að ríkið geri makaskiptasamning vegna bankalóða og flugvallarsvæðisins, svo þetta mál sé þar með út af borðinu í eitt skipti fyrir öll.
Nú er bara að ríkið geri makaskiptasamning vegna bankalóða og flugvallarsvæðisins, svo þetta mál sé þar með út af borðinu í eitt skipti fyrir öll.
64% Reykvíkinga vilja flug í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við trúum engu sme Flugstoðuir koma nálægt.
Ekki kvint.
Búpið að kjósa um þetta, niðurstaðan liggur fyrir, Vallarómyndin fer fyrr en menn hyggja.
Höfum ekki efni á að reka tvo millilandavelli á einum skaga.
Vantar meira pláss undir sprotafyrirtæki og Háskólatengda starfsemi.
BRETARUSLIÐ BURT.
Ytum þessu út í Skerjafjörð.
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 10.11.2008 kl. 14:13
Bjarni.
Flugvöllurinn er fyrst og fremst innanlandsflugvöllur og um hann fara um 500.000 manns í innanlansdflugi.
Það er einnig athyglivert þegar íhaldskempur eins og þú eru að verja kexruglaða kosningu sem R-listinn stóð fyrir og fylgdi síðan ekki þeim leikreglum sem settar voru fyrir kosninguna, hvað varðaði þáttöku né afgerandi niðurstöðu.
Benedikt V. Warén, 10.11.2008 kl. 14:27
Rúmlega 1.500 manns á dag. Það getur varla verið mikill fjöldi.
Ólafur Guðmundsson, 10.11.2008 kl. 14:30
Fólk sem er með póstnúmer yfir 108 á ekki heima í Reykjavík hehe
Johnny Bravo, 10.11.2008 kl. 14:30
Þessir 1500 manns á dag eiga líka sinn rétt, sér í lagi þegar öllum helstu stofnunum Íslands er komið fyrir í næsta nágrenni flugvallarins, sem við tökum þátt í að byggja og reka.
Við borgum fyrir þessa þjónustu, - hefur þú hugleitt það Ólafur?
Skattar renna hins vegar til Reykjavíkur, þó tekjurnar verði til vegna þeirra sem búa á landsbyggðinni.
Benedikt V. Warén, 10.11.2008 kl. 14:37
Það er alveg hárrétt hjá þér. Þessir 1.500 manns eiga sinn rétt. En er þetta ekki full dýru verði keypt að taka frá gífurlega stórt landssvæði í miðborg höfuðborgarinnar til þess að þessir 1.500 manns geti nánast flogið inn í allar helstu stofnanir Íslands á meðan að við Reykvíkingar þurfum að ferðast langar leiðir til þess að komast í þessar sömu stofnanir. Ég tel að þessir 10-30.000 íbúar, sem gætu búið þarna, hafi líka sinn rétt til að sækja þessar sömu stofnanir í staðinn fyrir að ferðast alla leið frá t.d. Hólmsheiði. Ferðatíminn er miklu lengri frá Hólmsheiði og í miðbæinn heldur en úr Vatnsmýrinni og í miðbæinn. Ég gæti trúað að tíminn sem (aðeins) 10.000 manns þurfa að eyða vegi vel upp á móti þess tíma sem sparast við að 1.500 manns lendi í miðborginni. Fyrir utan hvað þetta myndi stytta leiðir allra annara höfuðborgarbúa.
Ólafur Guðmundsson, 10.11.2008 kl. 15:09
Ef þetta er og mikið pláss fyrir 1.500 mans á dag þurfum við þá ekki bara að endurskoða allan miðbæinn?
T.d. er grjótaþorpið verulega vannýtt hvað ætli margi nýti það húsnæði sem þar er? þar væri hægt að setja háhýsi í svipaðri hæð og gamla moggahúsið sem er þar hjá og ná mikklu betri nýtingu.
Ég bý í reykjavík (allaveganna samkvæmt póstnúmeri (112) þótt sumir telji ekkert utan 105 með)en samt vill ég halda vellinnum.
ingi (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 15:21
Ingi, þú getur nú varla borið nýtinguna á landsvæðinu þar sem grjótaþorpið er saman við landsvæðið sem fer undir flugvöll.
Ólafur Guðmundsson, 10.11.2008 kl. 15:26
Ólafur.
Hverjir búa á Hólmsheiðinni?? Það eru rúmlega 100.000 manns sem búa úti á landi og er að sækja heilbrigðisþjónustuna í miðbæ Reykjavíkur. Það eru fleiri en þessir 10-30.000 sem geta búið á Vatnsmýrarsvæðinu.
Þú hefur alla mína samúð að þurfa að bæta tíu mínútum í þín ferðalög, en gleymdu því ekki, að við hin erum að tala um klukkustundir í sömu erindagjörðum og það kosta líka sitt að ferðast, -fyrir utan vinnutapið.
Fyrirhugað sjúkrahús við Hringbraut er velkomið austur í Egilsstaði. Við höfum nægt landrými fyrir það og góðan flugvöll við hendina. Þá getur þú og þín líkar lagt niður flugvöllinn í Vatnsmýrinni fyrir mér og notið þeirra forréttinda að aka um Reykjanesið endilangt í sjúkrabíl til að komast í flug og á sjúkrahúsið á Egilsstöðum.
Það verður hugsað vel um þig hér.
Benedikt V. Warén, 10.11.2008 kl. 15:30
Ólafur.
Gleymdi að nefna það, þarf að byggja yfir 10-30.000 íbúa, þegar um 2000 íbúðir standa auðar í Reykjavík??
Hvaðan á þetta fólk að koma??
Benedikt V. Warén, 10.11.2008 kl. 15:42
Hann getur ekki svarað því, eðlilega, því það er ekki hægt.
það er líka nóg húsnæði fyrir næstu 10-20 árin í henni Reykjavík, hvort heldur það er íðnaðar, verslunnar, skrifstofu og eða íbúðarhúsnæði, ef horft er á allt stór Reykjavíkursvæðið. Nú svo er búið að skila inn lóðum í 20 ef ekki 100 ðavís svo ef einhver telur þörf á að bæta við byggingum ætti það ekki að vera vandamál.
(IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 16:33
Það er svo margt sem þarf að færa ef færa á flugvöllinn, öll sú opinbera þjónusta sem hvergi er annarstaðar en í Reykjavík.
Ef völlurinn verður lagður af, og meiningin að flytja starfsemina til Keflavíkur, þá þýðir það ca 15 min lengra flug, fram og til baka, til allra staða á íslandi, það kostar ofboðslega peninga, hvað kostar svona vél á klukkutíman.... 300þús ? meira ? alls ekki minna. Svo ekki sé nú minnst á mengun, og stóraukna oliu notkun, bæði á vélarna og bílana við að verðast þarna suðureftir.... varla þjóðhagslega haghvæmt.
Ætlar þá þessi þarna Dagur að borga þann mun ?Reykjavík (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 18:15
Við sáum nú í fréttum um daginn hver er hæsti skattgreiðandinn í Reykjavík; Ríkissjóður.
Haraldur Bjarnason, 10.11.2008 kl. 18:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.