Fangelsi á Reyðarfjörð!!

Þorpið stendur tilbúið, bara þarf að setja rimla fyrir gluggana og tvöfalda rafmagnsgirðingu umhverfis Bectel-vinnubúðirnar, sem standa auðar.  Þar er pláss fyrir um 750 fanga í einsmanns klefum.  Rafmagn er  frá Kárahnjúkavirkjun í tveim öflugum línum niður á álverslóðina rétt hjá, - bara að stinga í samband. 

Öll afþreying á staðnum og nægjanlegt grjót í fjörunni til að virkja sköpunargleðina í listrænum föngum.   Álfasteinn á Borgarfirði hefði yfirumsjón með verkefninu.   

Kjörin nýsköpun á landsbyggðinni og auðvelt að framfylgja samþykktum ríkisstjórnarinnar um að færa störf út á land.

mbl.is Fimm ár fyrir manndrápstilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stokkarinn

Já, ekki viltaus hugmynd.
Sérstaklega ef álverinu fyrir norðan verður frestað, svo ef það verður að framkvæmdum þar mætti bara færa fangana með skúrunum og láta þá hjálpa til við byggingu álversins.

Stokkarinn, 7.11.2008 kl. 15:49

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hef alltaf sagt það Pelli að þú ert minn uppáhalds stjórnmálamaður. Bara verst að þú hefur engin áhrif. Gera Reyðarfjörð að fanganýlendu. Bráðsnjallt. Góða rafmagnsgirðingu í kring þá þarf jafnvel ekki rimla fyrir gluggana. 

Haraldur Bjarnason, 7.11.2008 kl. 17:14

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Halli.  Framsóknarflokkurinn væri ekki jafn krumpaður og hann er í dag, - ef þeir hefðu hlustað og meðtekið góð ráð hjá mér í gegnum tíðina. 

Benedikt V. Warén, 7.11.2008 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband