Kærleiksheimilið.

Það er nokkuð áhugavert að fylgjast með ástarjátningum sitt á hvað að hálfu Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, í garð hvors annars.  Það sjá hins vegar allir að á því heimili þrífst heimilisofbeldi. 
Þegar Össur kemur út af heimilinu og segir að Bretar hafi fengið tilkynningu um að þeir séu óvelkomnir með þoturnar að verja landið, kemur Geir í humátt á eftir og segir að það hafi ekki einu sinni komið til tals á heimilinu. 

Ingibjörg Sólrún kemur út af þessu sama heimili og segir að Davíð Oddson eigi að víkja, og það starx.  Geir kemur í hægðum sínum niður tröppurnar og segir að nefndur Davíð njóti fulls trausts ríkisstjórnarinnar. Hér er allt í lukkunnar velstandi og engar líkur á stjórnarslitum. 

Á hvaða heimili er hægt að vera í meiri afneitun?? 

Ef til vill á heimili fyllibyttunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband