27.10.2008 | 13:20
Bæjarskipulagið á Egilsstöðum og nágrenni.
Bæjarstjórnin á Egilsstöðum (Fljótsdalshéraði) boðað nýlega til fundar til að kynna vinnu við nýtt skipulag samfélagsins við Lagarfljót sem á að gilda frá 2008 - 2028. Ekki verður sagt að sú vinna hafi haft það að leiðarljósi að vera hlaðin háleitum markmiðum. Rauði þráðurinn í skipulaginu var að reyna að breyta því sem fyrri bæjarstjórnir höfðu gert og kollvarpa þeirri vinnu í grundvallaratriðum.
Þetta nýja skipulagið miðast einnig við að koma umferð út fyrir miðbæ Egilsstaða, frá fyrirtækjum í þjónustugeiranum, sem settu sig niður þar vegna þess að þar eru vegatnamót. Það eru gömul sannindi og ný, að þar sem eru krossgötur er þjónustan einnig. Þetta geta menn séð um allan heim og virðist flestum ljóst öðrum en þeim sem fjalla um skipulagsmálin í Egilsstaðabæ.
(Jón Bergsson (1855-1924) forfaðir Egilsstaðaættarinnar var framsýnn og sá að þarna væri skynsamlegt að byggja upp þjónustu - setning hans "hér verða vegamót".)
Það sem vekur einnig athygli þeirra sem áhuga hafa á þessum málaflokki, er að á sama tíma sem tækifri gefst á að færa þjóðveg eitt, sem klýfur Fellabæ að endilöngu, er stefnan að skera bæinn áfram að endilöngu og koma nýrri brú fyrir nánast á sama stað og gamla brúin er. Sú brú er að stofni til síðan 1904-5 http://www.glettingur.is/lagarbru35.htm).
Skipulagið gerir einnig ráð fyrir að þrengja svo að flugvellinum til frambúðar, að hann verði ekki lengdur eftir þá legngingu sem nú er fyrirhuguð, c.a. 400 metra. Hvaða samfélag þrengir svo að sínu hafnarsvæði, að það hafi ekki möguleika á stækkun??
Svo tekur steininn úr, þegar kynnt er nýtt svæði til sögunnar, í landi Evindarár. Þar er svæðið klofið að endilöngu með Seyðisfjarðarvegi. Að mati sveitarstjórnarmanna er í lagi að klúfa svefnbyggð að endilöngu, en ekki þegar það kemur þjónustugeiranu til góða.
Hvað er hér í gangi??
Er furða, að menni detti í hug að núverandi bæjarstjórn sér fyrirtækjafjandsamleg??
Athugasemdir
Ég er einmitt að díla við heimsku yfirvaldanna í Fjarðabyggð, það er svona svipað þema í gangi hjá þeim en sem birtist á annan hátt. Ég sendi andlegan stuðning uppeftir til ykkar, vonandi fer þetta vel
Hjarta Egilsstaða er verslunarsvæðið - annars skiptir mestu máli að passa uppá flotta umhverfið sem er þar allt um kring.
halkatla, 27.10.2008 kl. 13:27
Skil þetta ekki Pelli. Þú sem vildir á sínum tíma láta alla umferð liggja í gegnum miðja Egilsstaðabæ villt ekki lengur að umferð kljúfi byggð. Framsóknarmenska í hástert.
Haraldur Bjarnason, 27.10.2008 kl. 20:16
Halli þú verður að lesa það sem ég skrifa, ekki bara að túlka það sem þú villt sjá. Þér hefur einnig tekist að miskilja eða mistúlka það sem ég marg sagði við þig um þessi mál, m.a. að skipulagi verður ekki kollvarpað í meginatriðum við það eitt að skipta um bæjarstjórn.
Ég er að gera athugasemd við það að flytja umferðina frá þjónustukjarnanum sem er í miðbænum, - þú mannst.
Þverstæðan er síðan sú, að bæjarfulltrúar vilja langskera væntanlega íbúðarbyggð með þjóðvegi 1, eins og í Fellabæ. Nýtt hverfi í túnfætinum á Eyvindará er einnig langskoðri með vegi. Það er ef til vill verið að leggja drög að nýjum miðbæ þar?? Hvað með núverandi miðbæjarskipulag??
Er ekki rökrétt að umferðin sé í nágrenni við þjónustuna og sjá til þess að það sé létt umferð í íbúðarbyggðinni?
Benedikt V. Warén, 27.10.2008 kl. 22:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.