27.10.2008 | 11:44
Ekki benda á mig.....
Það er ekki verra en vant er með íhaldið, eignar sér stöðugt það sem jákvætt er, en er síðan sneggra en skuggi Lukku Láka að bend á samstarfsflokka sína, þegar smá kusk fellur á hvitflibbann.
Þegar flokkurinn var í samstarfi við Framsóknarflokkinn, var tröllið stöðugt að feka sig á bakvið dverginn, - samstarfsflokkinn. Sjálfstæðisflokkurinn kenndi honum um það sem illa fór. Áróðursmaskínan var það miklu stærri og öflugri, að Framsóknarflokkurinn áttu ekki roð við henni.
Enn ætluðu sjálfstæðismenn að leika sama leikinn með nýjum "partner", en það gengur ekki eins vel, þar sem sá flokkur hefur úr fleirum að moða til að berja íhaldið niður. Nú bregður svo við, að samkvæmt könnun Fréttablaðsins, að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki stærstur legngur. Áróðursmaskínan höktir í mótlætinu, enda eldsneytið gamalt og margnotað og samstarfsflokkurinn stærri og öflugri. Hann lætur ekki vaða yfir sig á skítugum skónum.
En það er raun þyngra en tárum tekur, að verða ítrekað vitni að því, að Sjálfstæðisflokkurinn opinberi óheilindi sín í öllu sínu stjórnarsamstarfi. Það furða mann einnig, að jafn lítilfjörleg sál skuli hafa grafið um sig í jafn stórum stjórnmálaflokki og Sjálfstæðisflokkurinn er?
Síðast en ekki síst, er athyglivert hve margir landsmenn voru tilbúnir að leggja nafn sitt við jafn auðvirðulega framkomu og styðja í blindni slíka framgöngu, - trekk í trekk.
Nú fara væntanlega breyttir tímar í hönd, þar sem þrautagöngu einkavæðingarinnar er brátt lokið, því miður með gjaldþroti fyrirtækja og þjóðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.