Málfrelsi í fluggeiranum.

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

"Málfrelsi eða tjáningarfrelsi eru þau mannréttindi að geta tjáð skoðanir sínar án ritskoðunar eða þvingana. Málfrelsi er tryggt í stjórnarskrá Íslands og í fjölmörgum alþjóðasáttmálum, þ.m.t. í 19. grein Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna og 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Yfirleitt er fjallað um málfrelsi og tjáningarfrelsi sem sama hlut þar sem málfrelsi er ekki talið eiga aðeins við munnlega eða skriflega tjáningu heldur og alla miðla, t.d. myndlist."

--------------------------------------

Um daginn var fróðlegur þáttur BBC um eiturgufur um borð í flugvélum.  Þar þótti sannað að sá orðrómur ætti við rök að styðjast og voru nefnd nokkur dæmi um það.  Algengast var þegar pakkningar gáfu sig og olía komasti í snertingu við sjóðheitan málminn í hitakerfum flugvélanna og breyttist í óhollar gufur, sem komust inn um alla flugvél og ollu vanlíðan farþega og áhafnarmeðlima.  Í nokkrum tilfellum lá við stórslysi, þegar flugmenn voru orðnir sjóir af eiturgufum rétt fyrir lendingu.

Athygli mína vakti ekki hvað síst, ótti áhafna við að koma fram og segja frá reynslu sinni.  Óttaðist fólkið að nærveru þeirra yrði ekki frekar óskað hjá fyrirtækinu, ef það kæmi fram undir nafni og segði frá reynslu sinni. 

Þetta er grafalvarlegrt mál.  Að starfsmenn þurfi að óttast yfirmenn og starfssöryggi sitt ef það tjáir sig um hluti sem er á margra vitorði.  Þetta er slæmt gagnvart starsfólki, að meiga ekki nýta sér þann sjálfsagða rétt sinn að tjá sig um sínar skoðanir og ekki síður slæmt að meiga ekki upplýsa um þá hluti sem mættu vera í betra horfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband