Grunnaflið í heimabyggð.

Það eru mannréttindi hvers íslendings að hafa raforku.  Til þess að svo megi verða þarf að virkja, því þvert á það sem sumir halda í fúlustu álvöru, verður rafmagnið ekki til í tenglunum á húsum, hvorki í Reykjavík né annarsstaðar.

Ísland er stórt land og strjálbýlt og til að koma rafmagni á milli staða þarf oft á tíðum að fara yfir fjallvegi.  Þeir sem búa út um land þekkja það haust- og vetrarveður sem getur verið í byggð og hálfu verra er það þá til fjalla.  Það er akkilesarhællinn í orkukerfinu og línur eiga það til að láta undan þegar ofsaveður geysa.

Mjög kostnaðarsamt er að leggja kapla í jörð og langar lagnir taka sinn toll í tapaðri orku.  Það er því nauðsyn, þar sem þess er kostur, að koma upp grunnafli raforku sem næst notanda hverju sinni. 
mbl.is Hvalárvirkjun ekki svarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eru ekki bara batterí í 101 Reykjavík, Pelli?

Haraldur Bjarnason, 1.9.2008 kl. 13:04

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig væri að virkja kaffisötrið??  Nú, - og/eða setja vindmyllur og bullustampana?!?!

Benedikt V. Warén, 1.9.2008 kl. 13:20

3 identicon

Sæll Benedikt,

Það sem Framtíðarlandið er einfaldlega að benda á er að rekstraröryggi raforku á Vestfjörðum verður ekki bætt í fjórðungnum með Hvalárvirkjun. Það væri hinsvegar vel hægt gera slíkt með endurnýjun Vesturlínu að hluta.

Einnig má finna svæði á Vestfjörðum þar sem jarðvarmi kæmi vel til greina sem húshitunar kostur t.d.  á Tálknafirði, Reykhólasveitum og í Arnarfirði

Undirritaður þykist vita það, eftir 25 ára búsetu á Tálknafirði, að orka frá Hvalárvirkjun myndi veita Vestfirðingum samkeppnishæfi á orkumarkaði. Það má þó ekki líta framhjá vandanum sem verður ekki leystur með þeim hætti sem Iðnaðarráðherra talar um.

Ég tel það kjánaskap að klára ekki að gera fyrirtækjum og heimilum kleift að standa jafnfætis öðrum íbúum landsins í raforkukaupum, áður en ráðist verður í þetta verk.  

Ég hvet þig til þess að draga þessi ummæli þín til baka, enda eru þau greinilega byggð á rangtúlkun af þinni hálfu.

Með bestu kveðjum og von um jákvæðar undirtektir.

Ólafur Sveinn Jóhannesson, Framkvæmdastjóri - Framtíðarlandsins 

Ólafur Sveinn Jóhannesson (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 16:04

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er alltaf spurningin hvort kemur á undan eggið eða hænan.  Mín bjargfasta trú eru sú, að ekkert varanlegt rekstraröryggi náist nema grunnorkan sé í heimabyggð, þar sem þess er nokkur kostur.  Þegar svo er komið, er hægt að tala um að verð sé það sama um allt land.  Það er ekki hægt að styrkja línur þannig að öruggt sé að þær bili ekki.  Það er hins vegar hægt að fjölga línum svo hægt sé að "kúpla" framhjá ef ein bilar og bæta þannig rekstraröryggið.  Það kostar líka peninga, því ekkert er frítt í þessum heimi.

Nú er hagræðingin orðin þannig í samfélaginu okkar, þökk sé íhaldsöflunum, að ekkert má gera sem kostar aukaútgjöld.  Það má ekki kalla út mannskap til að gera við einföldustu rafmagnsbilun ef vinnan lendir í skilgreindum tíma eftirvinnu.  Það vitum við Austfirðingar og sér í lagi Seyðfirðingar mjög vel.  Sama ástand þekkist víða á Vestfjörðum, rafmagnslaust svo tímum skiptir og sumstaðar dæmi um dægur.

Þetta eiga menn mjög bágt með að skilja, þar sem tilkynningar koma í útvarpi ef rafmagnslaust er í fimmtán mínútur og ef eitthvað meira er á ferðinni á Reykjavíkursvæðinu eru fréttastofurnar með beina útsendingu, þar sem viðgerðarmenn eru spurðir í þaula.

Í lokin vil ég upplýsa það, að mér er meinilla við að draga það til baka sem ég hef skrifað, einkum og sér í lagi þegar ég veit ekki nákvæmlega hvað fer svona sérstaklega fyrir brjóstið á einhverjum, - í þessu tilfelli Framkvæmdastjóra - Framtíðalandsins. 

Benedikt V. Warén, 1.9.2008 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband