14.8.2008 | 23:48
Hver tekur mark á þessu??
Það er fínt að koma á elleftu stundu og segja....."ok, ég skal fara úr borgarstjórastólnum núna......" eins og gefið er í skin að Ólafur M. hafi verið tilbúinn að gera, maðurinn sem ber ábyrgð á þeim vandamálum sem skekið hafa borgina í tæpt ár, og sprengdi upp Tjarnarkvartettinn.
Þegar búið er að brjóta rúðuna, er ekki lengur hægt að lappa upp á hana, - það þarf að fá nýja.
Vonandi skilur Árni Þór Sigurðsson þetta einnig fyrir rest.
Segir Ólaf hafa samþykkt að víkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...en Pelli framsóknarmenn eru tilbúnir að moka fjósið fyrir íhaldið sem er búið að drulla upp fyrir haus. Ég hefði einhverntímann séð sig þig tibúinn að ganga í þessi skítverk og það í Rekjavíkurhreppi!!!! - Ólafur F er bara svona og íhaldið notfærði sér það. Nú notfærir íhaldið sér framsókn. Ég veit ekki hvort sama er í gangi þar en þetta er sjúk valdagrægði og minnir á menn sem ég vill ekki nefna á nafn. - Bestu kveðjur elsku karlinn!
Haraldur Bjarnason, 15.8.2008 kl. 00:33
Þvert á móti er þetta sjúk valdagræðgi hjá Árna þór. Skemmst er að minnast skrifa hanns hér á blogginu þegar tjarnarkvartettinn gafst upp. Þá hélt hann því fram að hann hefði heimildir fyrir því að Samfylkingin mundi hefna fyrir það með að sprengja ríkisstjórnina. Ekkert var hæft í því frekar en öðru sem Árni Þór segir. Árni er einhver mislukkaðasti stjórnmálamaður sem ég man eftir að Ólafi F. meðtöldum. Ekkert að marka það sem hann segir.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 00:57
Það er með ólíkindum hvað það er til mikið af fólki sem vill láta traðka sig niður í svaðið ár eftir ár, kosningar eftir kosningar og borga með bros á vör okurvexti, ofurlaun ráðamanna, láta eigur sínar brenna upp í verðbólgu, en hey, best að vorkenna þeim aðeins lengur, well NOT ME ! það þarf núna að fara að gera róttækar breytingar, setja hámarks lög hversu lengi má vera vera í stjórnum þess opinbera eða fá fólk sem ópólitískt til að stjórna í þeim fyrirtækjum(sem eru auðvitað EKKI tengdir inní kolkrabba stjórnmálamanna sem svo fá vini og kunningja til að starfa með sér) með hag FÓLKSINS en ekki vinagreiðapólitík. Hvenær ætlar fólkið í landinu að segja stopp og hreinlega kjósa ekki neitt í næstu kosningum, stroka yfir alla á blaðinu og með því eru gefin skýr skilaboð að ykkar starfskrafta er ekki óskað lengur. Þetta er til háborinnar skammar svona bananalýðveldi.
Sævar Einarsson, 15.8.2008 kl. 01:41
Ég er sammála þér Halli...., - það er með ólíkindum hvað uppáhalds stjórnmálaflokkur minn, - Framsóknarflokkurinn, hefur ríka sjálfseyðingarhvöt og er tilbúinn að láta Sjálfstæðismenn ítrekað troða sér niður í svaðið. Þú þarft ekki augnablik að ímynda þér að ég sé sammála þessum gjörningu.
Framsóknarflokkurinn er að verða eins og kona, sem hefur ríka þörf á að búa með óreglumanni og heldur í einlægni sinni, að hún geti breytt ástandinu til hins betra, þrátt fyrir endalaus tilfelli um annað.
Það breytir hins vegar ekki því, útspil Árna er eitt það aumkunaverðasta sem komið hefur frá honum.
Benedikt V. Warén, 15.8.2008 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.