Steinaldarmennirnir.

Vilhjálmur Þ og Björn Bjarnason virðast vera að daga uppi í eigin flokki sem minnismerki um löngu liðna tíð þegar stjórnmálamennirnir voru þeir einu sem vissu, gátu og gerðu það sem þeim sýndist. 

Með upplýstu samfélagi hefur meðvitund kjósenda um störf kjörinna fulltrúa og með virku lýðræði, hafa hlutirnir breyst til betri vegar fyrir samfélagið en í "óheppilegri átt" hvað varðar pukur og einkaframtak kjörinna fulltrúa, um að hafa sína hentisemi.

"...umræðrn hefur skaðað flokkinn..." segir Vilhjálmur Þ.  Ekki eru það verk borgarfullrtúa flokksins, fráleitt að leiða svo mikið sem hugann að því.

Björn Bjarnason er ekki hrifinn af hugmyndinni að breyta stjórnarskránni  ".... sem gera myndu kleift að sækja um aðild að Evrópusambandinu."   Enn fremur telur hann 
"...að ástæðulaust væri að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu nema búið væri að ákveða að sækja um aðild." 

Þorgerður Katrín virðist á allt annari skoðun. 

Þarf ekki að undirbyggja málið til að geta skoða það frekar?  Til þess að hefja umræður þarf að ganga frá formsatriðum hér heima, leiði þær umleitanir ekki til ásættanlegrar niðurstöðu fyrir land og þjóð, - er auðvelt að slíta þeim.

Hvað er í gangi hjá Sjálfstæðisflokknum, þar eru frambjóðendur farnir að tala út og suður eins og í Samfylkingunni. 


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega sammála Birni og algjörlega á móti þjóðaratkvæðargreiðslu. Gerir þú þér grein fyrir því hversu margir myndu kjósa án þess að hafa hugmynd um hvað aðild að evrópusambandinu hefur í för með sér fyrir landið? Ekki margir hafa áhuga á þjóðhagfræði og því eru allt of margir sem hafa ekki hugmynd um þann skaða sem aðildin getur gert okkar landi.

Einhverjir vita hvað aðild að sambandinu gengur út á, einhverjir vita um kosti þess og galla, en ég held að allt allt allt of margir sjái aðild að evrópusambandinu í einhverjum hyllingum og nenna ekki einu sinni að kynna sér málin almennilega.

Ég hef alltaf verið mótfallin aðild að evrópusambandinu, en það var ekki fyrr en ég fór að sérhæfa mig í faginu sem að þessu snýr sem ég virkilega vona að Íslendingar salti þessar aðildarpælingar í nokkur ár allavega.

Mér þætti sárt að sjá einstaka ísland hverfa í súpupott evrópusambandssins og mögulega verða fátækara og fátækara og fátækara vegna allra þeirra sekta sem við fengjum á okkur fyrir að ekki halda okkur innan skuldamarkanna.

Elsa (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Lifi í þeirri von að þeir einstaklingar sem mynda Sjálfstæðisflokkinn séu farnir að hugsa sjálfstætt, en ekki bara bugta sig fyrir forustunni og foringjunum endalaust.

Mikið batamerki ef fólk ræðir hlutina opingátta í þeim flokk, og þorir því.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.5.2008 kl. 10:07

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Elsa. 

Þetta er toppurinn á forræðishyggjunni, - að gefa ekki færi á að kanna málið.  Það má breyta stjórnarskránni án þess að það sé viðurkenning á að ganga í ES.   Það má hefja viðræður án þess að ganga í ES.  Hvorutveggja opnar á vitræn samskipti milli Íslands og ES.  Við vitum ekki hvað er í boði fyrr en að samningaborði er komið.  Fáum við ekki það sem við viljum út úr þeirri umræðu, þá er málið útrætt og samningum slitið.

Það þýðir ekki að stjórnmálamenn okkar komi fram með fullyrðingar sem engin innistæða er fyrir, né að sendifullrtúar frá Brussel komi ítrekað með alls konar gylliboð til okkar ef við viljum vera memmm.

Opin umræða og samningaumleitanir eru næsta verk.  Hætta öllu kjaftæði og þrasi og fara að vinna.  Til þess eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar.

Annað er það, að hvergi í Evrópu er gengið eins langt að taka upp reglugerðarverk og tilskipanir frá Brussel, en á Íslandi.  Hvers vegna erum við katólskari en páfinn þegar kemur að þeim þætti??

Benedikt V. Warén, 16.5.2008 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband