14.5.2008 | 08:45
Árinni kennir illur ræðari.
Sjálfstæðismenn eru nú í mikilli kreppu í Reykjavík, sem eru í sjálfu sér ekki einkennilegt, komnir í bullandi andstöðu við íbúa borgarinnar í stóra flugvallarmálinu, á kafi í REI pyttinum og ekki búnir að bíta úr nálinni með þá örvæntingu sem skók flokkinn, þegar Vilhjálmur missti tökin á borgarmálunum.
Þessi fyrrverandi borgarstjóri skilur heldur ekkert í því hvers vegna ný könnun Gallup sýnir fylgishrun Sjálfstæðisflokksins, en að mati Vilhjálms er nærtækasta skýringin að ".....umræðan hefur verið flokknum erfið......".
Þá hafið þið það.
Það er umræðan sem tætir af flokknum fjaðrirnar.
Þessi fyrrverandi borgarstjóri skilur heldur ekkert í því hvers vegna ný könnun Gallup sýnir fylgishrun Sjálfstæðisflokksins, en að mati Vilhjálms er nærtækasta skýringin að ".....umræðan hefur verið flokknum erfið......".
Þá hafið þið það.
Það er umræðan sem tætir af flokknum fjaðrirnar.
Athugasemdir
".....umræðan hefur verið flokknum erfið......". Þessi ummæli eru vel þekkt hjá foringjum stjórnmálaflokka hér á landi þegar "flugfjöðrunum" fer fækkandi. Þetta þýðir á mannamáli: Við erum í djúpum skít og getum sjálfum okkur u m kennt!!!!
Bjarki Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.