Mér stendur ekki lengur á sama.

Það er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að reyna frekar að fjalla um flugvallarmál í Vatnsmýrinni, minnihluti þeirra sem vilja leggja niður núverandi starfsemi, er enn við sama heygarðshornið.  Þangað inn bíta engin rök það er eingöngu bullað út í eitt um það að flugvöllurinn hverfi úr miðbænum í Reykjavík. 

Flugmenn hafa bent á það með gildum rökum að flugvöllurinn verði þar áfram og veðurfræðingar eru sama sinnis.  Það er meira mark á þeim takandi en borgarfulltrúum í Reykjavíkurborg, sem hafa minna vit á flugmálum, en hundar á harmonikku.

Aftur og aftur kemur upp umræðan um að þyrlur geti þetta og þyrlur geti hitt.  Oft er búið að reyna leiðrétta þetta, en allt kemur fyrir ekki.  Þyrlur eru góðar til síns brúks, en afleitar í lang- og blindflugi en koma að gagni þegar þarf að komast að veikum eða slösuðum þar sem önnur tæki eiga ekki hægt um vik. 

Flugvalla-niðurlagninga-umræða er orðin að  þráhyggju.  Hún er í raun einelti á íbúa landsbyggðarinnar, sem nýta flugvöllinn lang mest.  Ýmist eru landsbyggðarmennirnir að fara á eigin vegum eða þurfa að greiða fyrir þjónustu þeirra sem koma út á landsbyggðina að sinna þeim, þar með talið allan ferðakostnað.

Með því að rústa innanladsfluginu í núverandi mynd, leggjast meiri álögur á þá sem fyrir þessa þjónustu þurfa að greiða.  Fargjaldið í rútu milli Reykjavíkur og Keflavíkur er nú 1.200 ÍKR hvora leið og ekki verður það ódýrara með hraðlest.

Rúmlega 500 þúsund íslendingar ferðast um Reykjavíkurflugvöll ár hvert og ef að líkum lætur mun sá fjöldi fara vaxandi.  Eins og staðan er í dag gerir þetta um 1.200.000.000 IKR (einn komma tveir milljarðar) í auka skattheimtu á landsbyggðina og einhverjum þykir nóg um nú þegar.

Hefur flugvalla-niðurlagninga-hópurinn hugleitt þetta??

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjartanlega sammála. 

En þessi minnihlutisýnist mér sem betur fer vera að minnka enn og vera á undanhaldi, enda rökin þeirra svo langt frá raunveruleikanum að það er hrein móðgun við alla sæmilega heilastarfsemi. 

Það eru ekki einusinni til stofnanir fyrir svona fólk. 

Og það sem er verst er að horfast í augu við er að mótmælendurnir eru margir hámenntaðir einstaklingar. 

Eyðilegging flugvallarins í Vatnsmýrinni myndi svo sannarlega undirstrika að það búa tvær þjóðir á Íslandi, ef ekki þrjár. (Nýbúarnir).

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:40

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Hjartanlega sammála þér í þessu máli Pelli, og frændur okkar og frænkur i Reykjavík ættu að hafa í huga að þetta er jú höfuðborg Íslands, en ekki suðvesturhornsins....

Eiður Ragnarsson, 16.5.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband