6.5.2008 | 19:51
Vændisþáttur RÚV Egilsstöðum
Það er fróðlegt að fylgjast með fréttum af meintu vændi á Egilsstöðum. Það er eins og ágætur fréttamaður hafi ekki áttað sig á að þetta er talin ein elsta ef ekki lang elsta atvinnugrein í heimi. Ótrúleg flétta að tengja þetta stóriðju og framkvæmdum á Austurlandi. Veit fréttamaðurinn ekki að framkvæmdum eru á lokastigi og þorri þeirra sem við Kárahnjúka vann, eru farnir af svæðinu. Er þetta ekki gömul frétt??
Það er löglegt að stunda vændi á Íslandi og löglegt að verða sér út um það. Þriðjið aðili má hins vegar ekki græða á því. Það er því alveg á mörkunum að fréttamaðurinn geti flutt af þessu fréttir, vegna þess að hann er þessi þriðji aðili, sem hefur hagnað af því með að selja fréttina....-eða hvað??
Athugasemdir
Haraldur Bjarnason, 6.5.2008 kl. 21:19
Það vantar alvöru fréttamenn á RAUST..........eins og Halla Bjarna.
Benedikt V. Warén, 6.5.2008 kl. 21:42
Ja, þriðji aðili gæti verið Flugfélag Íslands eða Hótel Hérað
eða þannig sko.
Rannveig Árna (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 07:51
Atvinnu og menningarflóran á Egilstöðum er í miklum blóma og bara dafnar að fjölbreytni. Það er bara jákvætt. Eða???
Dunni, 7.5.2008 kl. 12:45
Það er allavega gott að vera með "réttsýna fréttadólga" á vaktinni hjá RUV. Það er ekki ónýtt hjá þeim að geta tengt flest það sem aflaga fer á Austurlandi, - virkjunum og álveri.
Fram að þessu hefur Framsóknarflokkurinn verið í þessu hlutverki, sérstaklega Valgerður Sverrisdóttir.
Benedikt V. Warén, 7.5.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.