5.5.2008 | 18:08
Krosssaumur borgarfulltrúans
Í Vísi (http://visir.is/article/20080505/SKODANIR03/696625839) skrifar Oddný Sturludóttir greinina "Krossferð borgarstjóra", sem er um skipulagsmál í Reykjavík og er í henni að (kross-) sauma að borgarstjóra sínum fyrir að segja sína skoðun á skipulagsmálum Vatnsmýrarinnar. Ég verð nú bara að viðurkenna það hér, þetta útspil borgarstjóra er eitt það vitrænasta sem komið hefur úr borgarstjórakróknum nú í langan tíma.
Borgarfulltrúinn Oddný Sturludóttir er eins og örfáir aðrir reykvíkingar, blinduð af einhverju óskilgreindri "fóbíu" út í Reykjavíkurflugvöll og vill hann burtu. Merkilegt nokk þessi hópur er nær allur saman kominn í borgarstjórninni, óháð flokkslínum.
Það gleymist í skrifum þessa ágæta borgarfulltrúa, að Reykjavík er fráleitt höfuðborg reykvíkinga einna, og hér upplýsi ég ef til vill hið stóra leyndarmál sem henni var hulið. Það fylgir vandi vegsemd hverri og þar með talið að samgöngur við borgina verði eins góðar og kosið verði, jafnvel þó það rugli svefn stöku borgarfulltrúa.
Annað er það, að samgöngumiðstöðvar (lestarstöðvarnar) í erlendum borgum eru í miðbænum, en þar sem flugið eru okkar samgöngur, er eðlilegasti hlutur í heimi að hafa flugvöllinn í Vatnsmýrinni.
Í þriðja og síðasta lagi (að sinni) er umferðaröngþveitið algjört á þessum kafla í borginni og eingöngu að æra óstöðugan að troða niður byggð í Vatnsmýrinni áður en borgarfulltrúar sjá fyrir endanum á þeim vandamálum sem þeir hafa komið borgarbúum með illa hönnuðum umferðar mannvirkjum.
Bendi svo í lokin á frábæra lausn á heimasíðu Sturlu Snorrasonar og má sjá m.a. á þessari slóð http://midborg.blog.is/blog/midborg/entry/467918/#comments
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.