Björn Bjarnason og Schengen.

Í einni partýferðinni til Evróðu samþykktu ráðherrar sjálfstæðisflokksins og kratanna, að Ísland myndi gerast aðili að Schengen.  Þetta kostar talsverðar upphæðir í uppbyggingu á ytri landamærum Evrópu og rekstur, svo nemur mörgum milljörðum. 

Nokkur styrr hefur staðið undanfarið um framkvæmdina við að gæta þessara landamæra og sýsluembættið fær ekki það fjarmagn sem það telur sig þurfa til að halda uppi þessari gæslu. En stærðfræðitröllið Björn Bjarnason hefur að sjálfsögðu pottþétta lausn á vandanurm, nefnilega að skipta embættinu upp í þrjár einingar.  Flestir aðrir ná fram hagræðingu með sameiningu, - en það er að sjálfsögðu allt annað mál.

Nokkur atriði vefjast hins vegar eitthvað fyrir Birni Bjarnasyni, m.a. að það er ekki við embætti sýslumanns að sakas vegna þessara verkefna.

A. Ríkistjórnin er ábyrg fyrir Schengensamningnum, ekki sýslumannsembættið.

B. Ríkistjórnin ber ábyrgð á að mannskapur sé tiltækur til að uppfylla samninga vegna Schengen.

C. Ríkistjórnin er ábyrg fyrir því að til staðar sé þjálfaður mannskapur, svo hægt sé að standa við samninga ríkisstjórnarinnar vegna Schengen.

D. Ríkistjórnin ber ábyrgð á að fjármagn renni með eðlilegum hætti til sýsluembættisins, vegna samninga sem ríkistjórnin gerði.

Björn Bjarnason er á billegan hátt að reyna að fría sig ábyrgðinni, með því að segja "...ekki benda á mig!!".  Að fara að skipta embættinu upp, er bara til að drepa málinu á dreif og fela getuleysi ráðherrans og örvæntingu, við að leysa þetta mál á eðlilegan og farsælan hátt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband