Skutum Reykvíkingum ref fyrir rass.

Síðastliðinn laugardag var tekinn í notkun nýr komusalur á Egilsstaðaflugvelli.  Flugstöðin er nú orðin ein sú besta á landinu, þó ekki komist hún með hælana þar sem flugstöðin í Keflavík hefur hælana.  Landi og þjóð til sóma.  Til hamingju austfirðingar!!

Kofaþyrpingin (flugstöðin??) á Reykjavíkurflugvelli, sem hefur mátt muna sinn fífil fegurri, er hins vegar íbúum borgarinnar til háðungar og borgaryfirvöldum til háborinnar skammar.  Nú er sem betur fer í sigti, langþráðar endurbætur á húsakosti flugvallarins, svo kinnroðalaus verði hægt að bjóða erlendum og innlendum gestum að fara þar um.

Kofaást nokkurra borgarbúa er að verða viðvarandi vandamál inn í framtíðina í höfuðborg okkar.  Samkvæmt fréttum, standa 57 hús auð og yfirgefin í miðborginni, samt er hrópað á land í Vatnsmýrinni undir frekari byggð.

Er ekki tími til að þetta fólk eyði kröftum sínum í að hlúa að miðbænum í stað þess að vera með óraunhæfar kröfur um að flugvöllurinn víki.  Það vita allir hugsandi menn að óbreytt ástand í Vatnsmýrinn mun vara um langa framtíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dunni

Tl hamingju með flugstöðina.  Það var tími til komin að fá húsnæði sem rúmar alla þá farþega sem um völlin fara á degi hverjum.

GÞÖ

http://orangetours.no/

Dunni, 11.4.2008 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband