4.4.2008 | 13:37
Það eru ekki bara Nigeríubréfin sem eru vafasöm.
Stöðugt er maður að fá hringingu eða inn um bréfalúguna detta tilboð frá bókaforlögum, bönkum, tryggingafélögum, kortafyrirtækjum, símafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum, sem eru með í gangi "ómótstæðileg" tilboð sem viðtakanda er ómögulegt að hafna, - að mati sendanda.
Dæmi:
"Fáðu bók frítt".
"Já takk", - en þetta er ekki svona einfalt. Þú þarft að kaupa einhverjar bækur til þess að fá bókina frítt, a.m.k. fá einhvern í heimsókn til að kynna starfsemi og útgáfu forlagsins.
"Hringdu frítt í vini og vandamenn"
"Já takk", - en þetta er ekki svona einfalt. Það þarf að samþykkja að fá eða senda auglýsingu með hverju SMS, - í staðinn.
Allir hafa fengið tilboð frá bönkum um E-kort. Þar eiga menn að fá pening inn á kortið í takt við viðskipti við valin fyrirtæki. Þetta ést rúmlega upp með öðrum álögum bankanna af viðkomandi kortareikningi.
Þetta er mjög einfalt hjá mér. Hringi eitthvað fyrirtæki í mig með "ómótstæðilegt" tilboð, veit ég að viðkomandi er að reyna að hafa af mér fé. Ég velti því ekki fyrir mér hvernig þeir eru að reyna að féfletta mig, en reynslan segir mér að ég hef rétt fyrir mér og ég afþakka pent.
Dæmi:
"Fáðu bók frítt".
"Já takk", - en þetta er ekki svona einfalt. Þú þarft að kaupa einhverjar bækur til þess að fá bókina frítt, a.m.k. fá einhvern í heimsókn til að kynna starfsemi og útgáfu forlagsins.
"Hringdu frítt í vini og vandamenn"
"Já takk", - en þetta er ekki svona einfalt. Það þarf að samþykkja að fá eða senda auglýsingu með hverju SMS, - í staðinn.
Allir hafa fengið tilboð frá bönkum um E-kort. Þar eiga menn að fá pening inn á kortið í takt við viðskipti við valin fyrirtæki. Þetta ést rúmlega upp með öðrum álögum bankanna af viðkomandi kortareikningi.
Þetta er mjög einfalt hjá mér. Hringi eitthvað fyrirtæki í mig með "ómótstæðilegt" tilboð, veit ég að viðkomandi er að reyna að hafa af mér fé. Ég velti því ekki fyrir mér hvernig þeir eru að reyna að féfletta mig, en reynslan segir mér að ég hef rétt fyrir mér og ég afþakka pent.
Ríkislögreglustjóri varar við svikapósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stundum er ekki nóg að þakka pent. Ágengnin er svo mikil. Þá verður maður að þakka mjög ópent. Jafnvel með fúkyrðum til að eiga fyrir salti í grautinn daginn eftir.
http://orangetours.no/
Dunni, 10.4.2008 kl. 21:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.