Samfylkingin hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri.

Nú fer Dagur B Eggertsson á kostum í flugvallarmálinu í Vatnsmýrinni eftir að Gísli Marteinn Baldursson glopraði því út úr sér að hann muni berjast fyrir byggð á flugvallarsvæðinu, og málefnasamningurinn við Ólaf F Magnússon rétt tveggja vikna daga gamall.   

Það er í sjálfu sér ekki merkilegt í pólitík, að geta ekki verið menn orða sinna og gera samning sem vitað er að engin innistæða er fyrir.  Hitt er ekki síður athyglivert, að Samfylkingin er með eina stefnu í flugvallarmálinu í Reykjavík og svo verður ekki annað séð að háttvirtur samgöngu ráðherra, Kristján Möller sé með aðra fyrir hönd dreifbýlismanna.  

Vísir 17 okt 2007“Samgönguráðherra er ósammála borgarstjóra um framtíð Reykjavíkurflugvallar og stefnir að því að samgöngumiðstöð verði tilbúin þar vorið 2009. Hann segir unnið að því að skapa Iceland Express aðstöðu á vellinum svo félagið geti hafið innanlandsflug þaðan þegar á næsta ári”.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Það eina athugaverða hér, er að þér finnist þetta óeðlilegt.

Flokkur getur markað sér stefnu, sem studd er af meirihluta flokksmanna, væntanlega. Hinsvegar vill þannig til að fólk hefur sjálfstæðar skoðanir og hefur fullan rétt að viðra þær. Hvort sem þær falla að stefnu flokksins eða ekki.

Brjánn Guðjónsson, 1.2.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er náttúruleg frábært að komast upp með að ljúga í kjósendur og vera með tvær áherslur í eina og sama eldfima málinu.  Það sannar það eitt, að kjósendur Samfylkingarinnar er ekki kröfuhart fólk á heiðarleika frambjóðendur sinna.  Til skamms tíma kann þetta að færa fylkingunni einhver atkvæði, en varla til lengdar, ég trúi að fólk er skynsamara en það.

En kjósendur Samfylkingar verða uppskera eins og þeir sá og lifa með því.

Benedikt V. Warén, 1.2.2008 kl. 15:46

3 identicon

Pelli, er ekki bara smá framsóknarlykt afþessu, þeir eru eflaust komnir með framsóknarheilkennið - kveðja austur. hb

Halli B (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband