1.2.2008 | 10:20
Tvöfalt siðgæði Alþingismanna.
Það er ekki bannað að framleiða tóbak. Það er ekki bannað að selja tóbak. Það er ekki bannað að reykja á almannafæri. En það má ekki reykja innan um fólk, - innandyra.
Sé engin rök gegn því að útbúa klefa/herbergi til að reykja í innandyra, eins og gert er í Alþingishúsinu og á Keflavíkurflugvelli, á meðan ekki er bannað að framleiða, selja og reykja tóbak. Annað er bara tvöfalt siðgæði.
Það gelymist einnig í umræðunni, sóðaskapurinn utandyra, þar sem verið er að reykja og stubbar sem liggja í haugum fyrir fótum almennings. Sé vilji veitingastaða og þjónustuaðila að koma upp reykinga-af-drepum, er annað fáránlegt en að leyfa það.
Tek fram að ég reyki ekki og hef aldrei gert.
![]() |
Brot á reykbanni getur varðað sviptingu rekstrarleyfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Af hverju er alltaf svona mikið vesen með reykingar. Ef að eitthavað er bannað þá er það bannað. það er alveg saklaust af minni hálfu að búa til reykingarklefa fyrir þá sem reykja. Ég persónulega fer ekki inná veitingastaði þar sem reykjarstibba er mikil. Þetta með sóðaskapinn, það hefur ekkert með reikingabannið að gera það er alfarið hegðunarvandi þeirra sem reykja!!
Bjarki Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.