Kárahnjúkar skaffa vel.....

.....er yfirskrift fréttar á www.visir.is í kvöld.  Þessu er ítrekað búið að halda fram, en jafnharðan hafa sprottið fram einstaklingar, sem hafa haldið á lofti því gagnstæða.
 
"Arðsemi virkjunarinnar er nú metin 13,5 prósent, sem þýðir yfir fjögurra milljarða króna hagnað á ári.  Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, skýrði frá þessu í þættinum Mannamál, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld."

Hvar eru hrakspámennirnir núna og hvaða forsendur höfðu þeir fyrir sínum málflutningi.  Mig grunar að skammt verði þess að bíða, að komnar verði á flot "skotheldar" samsæriskenningar um tilbúna tölur að hálfu forstjóra Landsvirkjunar.  Það eru allltaf einhverjir sem átta sig ekki á því hvenær stríðinu er lokið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Alltaf eitthvað skemmtilegt tengt þessari virkjun.

Ætli þessar forsendur séu miðaðar við nýtt mat á líftímanum, sem allt í einu margfaldaðist eða hvað.

Við skulum ræða Kárahnjúkavirkjun 2010, þegar framkvæmdum er lokið og uppgjör endanlegs kostnaðar liggur fyrir.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 20.1.2008 kl. 20:46

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

"Alltaf eitthvað skemmtilegt tengt þessari virkjun." (þ.v.b.)

Sérstaklega í nýjum og skemmtilegum áherslum í að "gera eitthvað annað", t.d. í ferðaþjónustu inn á svæðið í kringum Kárahnjúkana og skoða gljúfrin fyrir neðan stífluna, sem eru hreint mögnuð fyrirbæri.

Benedikt V. Warén, 20.1.2008 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband