18.1.2008 | 22:56
Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni.
Það má þakka fyrir að ekki fór verr með laus sæti í ókyrrð.
Einnig má Svandís prísa sig sæla, að hugmyndir félaga Dags B Eggertssonar hafa enn ekki náð fram að ganga. Hugmyndir hans um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og bæta á sjúklinga þeirri kvöl og pínu ofan á sjúkraflugið, að fara erfiða leið frá Keflavíkurflugvelli á sjúkrahús í Reykjavík.
Núna, þegar Svandís Svavarsdóttir hefur þurft að reyna þetta á eigin skinni, ætti hún að skilja betur áhyggjur okkar á Austurlandi og annara sem búa á landsbyggðinni.
Það er allt í lagi með mig" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Benedikt: hefði ekki verið nær að gott sjúkrahús væri á staðnum þar sem hún lenti, er ekki Egilsstaðaflugvöllur varaflugvölur, í alþjóða flugi með tilheyrandi neyðarðstöðu fyrir sjúklinga????
Magnús Jónsson, 18.1.2008 kl. 23:14
Benedikt: Af hverju gengur þú út frá því vísu að ef flugvöllurinn verður fluttur frá vatnsmýrinni að hann fari til Keflavíkur? Það er nóg af ónotuðu landsvæði nær Reykjavík og hver veit nema í framtíðinni verði sjúkrahús skipulagt nálægt þeim flugvelli.
Pétur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 23:42
Magnús. Næsta aðgerðarsjúkrahús er á Neskaupstað, í rúmlega klukkustunda akstursfjarlægð frá flugvellinum á Egilsstöðum, við bestu akstursskilyrðin.
Það er eitt fyrir stjónmálamenn og ráðuneyti að skipuleggja hvernig hlutirnir eigi að vera og annað hvernig þeim tekst til að gera kerfið þannig úr garði, að það virki af einhverju viti. Talaðu um það við Guðlaug heilbrigðisráðherra, sem er í umboði ríkistjórnarinnar að svelta allt heilbrigðiskerfið í greipar einkareksturs.
Hvar heldur þú að heilbrigðis-"markaðurinn" á landsbygðinni stæði þá?
Færra fólk+minni markaður+erfitt svæði = enginn áhugi
Kannaðu svo upp til gamans, þjónustu Símans og skoðaðu hvernig hún var og berðu hana saman við hryllinginn sem við þurfum nú að búa þjónustulega við nú.
Skoðaðu einnig hagræðinguna hjá RARIK ohf, í rafmagnsleysinu á Austurlandi rétt fyrir áramótin (um 6 klst rafmagnslaust). Þá mátti ekki ræsa varaaflstöðvar á Austurlandi vegna þess að einhverjum "vitringi" datt ekki sjálfum það "snjallræði" í hug, enda stjórnandi þeirra aðgerða trúlega staðsettur utan fjórðungs.
Sjá einnig blogg http://saxi.blog.is/blog/saxi/entry/407266/#comments
Heilbrigðiskerfið er á sömu leið og það er gert í nafni hagræðingar og einka(-vina)væðingar.
Benedikt V. Warén, 18.1.2008 kl. 23:58
Best finnst mér að sjá hana fá sjúkraflug undir þessa smámuni. En ég er sammála þér, flugvöllurinn ætti að vera þarna. Allavega þangað til að betri umhverfis- og félagsástæður breytast.
Hrafndís Bára Einarsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 00:00
Pétur. Það er ekki vilji núverandi stjórnvalda, með Kristján Möller í farabroddi að byggja nýjan flugvöll, enda víðáttuvitlaust úr því sem komið er. Ef flugvöllurinn þarf að víkja er miklu nær væri að byggja sjúkrahúsið í Keflavík, svo Reykvíkingar fengju upplifað þau foréttindi að ferðas farsjúkir um Keflavíkurveginn (Reykjanesbrautina). Sumum syðra finnst það a.m.k. hreint ekkert mál þegar við landsbyggðarfólkið eigum í hlut (hinir íslendingarnir, þú mannst, sem búum úti á landi).
Eða valkostur númer tvö.
Byggja sjúkrahúsið á Egilsstöðum í staðinn fyrir núverandi áætlanir og þá fá sjúklingarnir flug austur í bónus ( - ekki í Bónus ). Á Egilsstöðum er nægjanlegt landrými fyrir hátækni-sjúkrahús og fáir að amast þar við flugumferð.
Benedikt V. Warén, 19.1.2008 kl. 00:11
Það er alveg ljóst að ef flugvellinum í vatnsmýri verður lokað að þá verður byggður nýr flugvöllur í nágrenni borgarinnar. Réttast finnst mér að byggja sjúkrahúsið nýja þá í nágreni þess. Það er ekkert vit í því að hafa þetta lengst úti á nesi.
Landsbyggðarmaðurinn Kristján Möller vill helst geta lennt á Austuvelli en vill ekkert gera til þess að bæta vegtengingu inn og út úr borginni.
En sem betur fer ræður borgin mestu um þessi mál, og þó þú trúir því kannski ekki að þá vilja borgarbúar hafa góðar samgöngur út á land, enda eru þeir allir þaðan.
Ingólfur, 19.1.2008 kl. 01:20
Það er nefnilega mikið vit í að hafa flugvöll úti á nesi. Hins vegar er arfavitlaust að hafa MIÐbæinn úti á nesi.
Kalli (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 19:15
Þarna hittir Kalli naglan á höfuðið.
Sturla Snorrason, 19.1.2008 kl. 20:49
Mér finnst hvorutveggja vitlaust.
Hins vegar mundi nýr miðbær á nýjum stað ekki gera sama gagn. Miðbær þarf sál til þess að lifa af, flugvöllur er alltaf flugvöllur.
Ingólfur, 20.1.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.