A4 er málið.

Það er að verða sama hvar borið er niður í okkar ágæta samfélagi, A4 er farið að gilda í einu og öllu.  Hér er átt við vélritunarblað af stærðinni A4.  Þökk sé misvitrum þingmönnum.

Það er sama hvað hlutirnir eru verðmætir, þeir eru það ekki fyrr en einhver nefnd (stjórnsýslustig)hefur haft rænu á að koma því á A4 og þá fyrst eru hlutirnir orðnir "löglega" verðmætir.

Það væri einnig fróðlegt að fá að vita hverjir eru í húsfriðunarnefnd, sem hafa þetta ægivald að ákveða hvað er merkilegt og hvað ekki.

Það er einnig athyglivert viðtalið við fulltrúa húsfriðunarnefndar, þar sem hann tíundar gildi þessarar innréttingar og sögu hennar og hússins.

En það breytir engu um það, húsið og innréttingarnar eru best geymdar í sinni heimabyggð, - á Seyðisfirði.


mbl.is Innréttingarnar ekki friðaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

http://erla1001.blog.is/blog/erla1001/entry/388660/

skoðaðu

Einar Bragi Bragason., 12.12.2007 kl. 00:41

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Nei, nei, innréttingarnar eru ekki friðaðar. Hins vegar er í fjárlagarumvarpi 2008 heimild til að ráðstafa eigninni í samráði við Seyðisfjarðarkaupstað. Viðræður við ráðuneyti fjármnála og Minjavernd hafa verið í gangi og unnið að fjármögnun og fleiru varðandi þetta mál.

Ef búið er að gefa leyfi til að ráðstafa eigninni með vernd í huga, sem er aðallega merkileg fyrir þessar innréttingar, þá afaskar ekert þetta frumhlaup ÁVTR. Auk þess sem innréttingarnar voru rækilega naglfastar í þessu húsi.

Það á ekki að þurfa að þinglýsa fyrirmælum til ríkisstofnana þegar mál eru í vinnslu í ráðuneytum. Fjandakornið!

Jón Halldór Guðmundsson, 12.12.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband