Ert þú til í að lána ókunnugum VISA-kortið þitt?

Ekki er hægt annað en að velta fyrir sér hve bláeygir menn geta verið þegar kemur að bókun 35 frá EES/ESB.  Þó að sumt sem þaðan kemur sé með vitrænum blæ, þá skyggir það hressilega á hvað jarðtengingin hjá þeim er oft lítt tengd raunveruleikanum.

Hvað segir þú um að ferðast á rútu eða með járnbrautalest milli Íslands og Evrópu.  Það var ekki annað að skilja en þeim (EES/ESB) sé full alvara í þeim efnum og þess vegna væri rétt að skattleggja flug- og skipafélög með því að selja þeim losunarheimildir.  

Það bætist ofan á óskilgreindann kostnað upp á 77 milljarða til loftslagsmála í ílla sklgreind verkefni, sem engu hafa skilað í að bæta loftslagsmálin. 

Hvað með orkupakka tvö og þrjú.  Hverju hefur hann skilað inn í okkar litla hagkerfi annað en hærra orkuverði, sem mun bara versna fyrir landsmenn.

Hvað eru þingmenn oft tilbúnir að láta ræna sjóði almennings um hábjartan dag af fagurgala kerfiskarla í Evrópu. 
  

"Þór­dís Kol­brún Reykjfjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra sagði í sam­tali við mbl.is í mars [2023] að fyr­ir­huguð lög­gjöf ESB um los­un­ar­heim­ild­ir á flug­ferðir væri stærsta hags­muna­mál Íslands frá upp­töku EES-samn­ings­ins. að það væri vænlegur kostur og þá væri í lagi að setja á los­un­ar­heim­ild­ir á flug­ferðir"

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/05/16/von_der_leyen_island_faer_undanthagur/

Hvað veldur því að EES samningurinn er í hættu nú, 33 árum eftir samþykkt hans. EB samþykkti á sínum tíma samninginn, eftir afgreiðslu Alþingis, án bókunar 35. Hvað hefur breyst?

https://noldrarinn.blog.is/blog/noldrarinn/entry/2314811/

Oft hefur það verið nefnt að bókun 35 sé ekki íþyngjandi.  Erfitt er að trúa því og ef málin eru ekki án nokkurs vafa, er þá ekki bara best að sleppa að samþykkja slíkt?

Þeir sem eru til í að lána ókunnugum VISA-kortið sitt eru vafalaust þeir sömu og vilja afhenda ókunnugum fjöregg þjóðarinnar.  Ef ekki, væri þá ekki réttast að hugsa sinn gang.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Vilji til að afgreiða bókun 35
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekkert af þessu hefur neitt með bókun 35 að gera.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2025 kl. 01:35

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Guðmundur, þakka þér að gefa þér tíma lesa það sem ég er að skrifa.

Reyndar á þetta við bókun 35, en er ef til vill of djúpt hugsað af mér.  Ég er að benda á þá áráttu að taka öllu sem heilögum sannleika þegar það kemur frá þessum batterýum EES/ESB og afhenda þeim í framhaldinu hugsunarlítið umboð sitt.

Í mínum huga þarf að hugsa um það hvað eru "Trójuhestur" og hvað er ekta.  Tilhneigingin er of oft sú, að þegar þú ert orðinn flæktur í samningi er hægt að tvinna endalaus viðhengi, sem upphaflega voru ekki nefnd.

Ég var að reyna að benda á að það er ekki allt gull sem glóir frekar en "frábæru" tilboðin sem flæða í svikapóstum í netheimum.

Kveðja BVW

Benedikt V. Warén, 8.6.2025 kl. 10:40

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alveg rétt, það þarf að sjálfsögðu að skoða allt sem þessu tengist með gagnrýnu hugarfari og vera á varðbergi gagnvart göllum sem geta leynst innan um kostina.

Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2025 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband