25.5.2025 | 19:17
Syndaaflausnir vegna kjarnorku frá íslenskum orkufyrirtækjum?
Hversu rugluð getur stjórnsýsla Íslands orðið og hver ber ábyrgð?
Í Bændablaðinu er mögnuð grein frá 6.7.2017 eftir Hörð Kristjánsson (https://timarit.is/files/45190284) um sölu orkufyrirtækja á mengunarkóða.
Þar segir m.a:
Í lok júní 2015 upplýsti Bændablaðið um þann sérkennilega leik orkusölufyrirtækja að selja erlendum orkusölufyrirtækjum orkuhreinleikavottorð gegn því að Íslendingar tækju á sig að skrá inn í sína orkunotkun að hluti orkunnar sem hér væri framleiddur ætti uppruna sinn í kjarnorku og jarðefnaeldsneyti. Ráðherra lofaði að kippa þessu í liðinn en lítið gerðist og fátt hefur heyrst af því síðan."
Hörður nefnir að öllum staðreyndum um orkuframleiðslu Íslendinga sé algjörlega snúið á haus og þakkar það innleiðingu tilskipana ESB frá árinu 2009. Þá var
opnað fyrir það að íslensk orkufyrirtæki seldu fyrirtækjum í Evrópu hreinleikavottorð fyrir framleidda raforku til bæta sína umhverfisímynd. Fyrirtæki þessi nýta orku frá kjarnorkuverum, kola-, olíu- og gasorkuverum og gátu í kjölfarið nýtt tilskipun ESB til hvítþvo sig með syndaaflausnum frá Íslandi án þess að mengunin breyttist nokurn skapaðan hlut.
Orkufyrirtækin sáu að auki annan vinkil í stöðunni og það var að krefja aðra, sem í góðri trú höfðu samviskusamlega greitt fyrir orku á Íslandi sem tandurhreina. En reyndin var önnur. Nú gátu sömu orkufyrirtækin bætt stöðu sína og rukkað um hreinleikavottorð.
Hversu heimskulegt getur þetta orðið?
"Hægt var að fá hreinleikavottorð fyrir 5,1 eyri á kílówattstund
Sveinn A. Sæland, fyrrverandi formaður Sambands garðyrkjubænda, sem rak garðyrkjustöðina Espiflöt með fjölskyldu sinni, staðfesti þetta í samtali við Bændablaðið sumarið 2015. Hann segist hafa fengið tilboð frá Orku náttúrunnar, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur, um að garðyrkjubændur sem þar eiga viðskipti gætu keypt sig frá þessari óhreinu orku og fengið stimpil um að þeir notuðu aðeins hreina orku."
Hvar stendur þetta mál núna?
Svo er þáttur ráðherra í málinu. Hvernig getur Jóhann P Jóhannsson, ráðherra, verið á móti að reisa kjarnorkuver á Íslandi og á sama tíma vera sáttur við að drulla út landið með kjarnorkuúrgangi, með því að gefa færi á hreinleikavottorði fyrir skeinipappír úr kjarnorkuveri?
Er þetta tvískinnungur eða heimska? Verst ef það er hvorutveggja.
Hvenær ætla landsmenn að átta sig á rotnu kerfi ESB?
![]() |
Kjarnorka kemur ekki til greina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning