Brostinn draumur um Jökulsá á Fjöllum???

Ný brú yfir Jökulsá á Fjöllum

RÚV 23. janúar 2014.
 
FRÉTTIN UM BRÚARSMÍÐINA:

"Ný brú verður byggð á þjóðvegi eitt yfir Jökulsá á Fjöllum og leysir af hólmi sextíu og sjö ára gamla hengibrú. Kostnaðurinn er áætlaður einn komma einn milljarður króna.

Brúin yfir Jökulsá á hringveginum sunnan við Grímsstaði var byggð árið 1947. Mikið og tignarlegt mannvirki á sínum tíma, en hefur látið verulega á sjá. Brúin er einbreið og aðkoman að henni varasöm og  hámarkshraði hér yfir hefur verið lækkaður í 30 kílómetra. 

„Við þurfum að takmarka þunga yfir brúna og hún hamlar flutningum milli Norður- og Austurlands og þar fyrir utan er hún farin að skemmast töluvert. Þannig að það er ekki seinna vænna að fara að huga að nýrri brú,“ segir Guðmundur Heiðreksson, deildarstjóri hjá Vegagerðinni.

Nýtt brúarstæði verður um hálfum kílómetra sunnan við núverandi brú, upp með Jökulsánni. Með nýrri brú hverfa af hringveginum krappar beygjur sem liggja sitt hvoru megin að gömlu brúnni og nýja brúin verður að sjálfsögðu tvíbreið. 

Ólíkt gömlu brúnni, sem er hengibrú, verður sú nýja lágreist bitabrú, 230 metra löng. Nýr vegur að henni verður 2,6 kílómetra langur og við þetta styttist hringvegurinn um 1.100 metra. Umhverfisáhrifin við framkvæmdina eru ekki talin mikil. 

„Við könnuðum matsskyldu á framkvæmdinni og það var niðurstaðan að þetta væri ekki matsskylt og umhverfisáhrifin væru óveruleg,“ segir Guðmundur. 

Heildarkostnaður við verkið er áætlaður 1,1 milljarður króna. Vegagerðin áætlar að bjóða það út í september þannig að hægt verði að semja við verktaka í janúar 2015 og framkvæmdir gætu hafist þá um vorið. „Við gerum ráð fyrir að verlok verði haustið 2016.“

 

Nú er árið 2024 að renna sitt skeið.  Hver er staða brúargerðar á Jökulsá á Fjöllum.  Er einhver kjörinn fulltrúi Íslands ekki að standa sig?

 

 


mbl.is Ný brú verður byggð við Goðafoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband