5.12.2024 | 22:14
Úrelt orðatiltæki vinstri einstaklinga?
Sameinaðir stöndum vér, - sundraðir föllum vér.
Þessa setningu hafa vinstra fólk gert að einni af sinni uppáhalds setningu og hafa oft hampað henni þegar því liggur mikið á hjarta.
En eins og frægt er, þá eru orð og efndir hjá vinstragenginu ekki alltaf á leið að sama endamarkinu.
Ljóst er nú, að ef kraftar þeirra hefðu verið sameinaðir fyrir kosningar hefði einhverjir náð að hoppa yfir lágmarkshæðina og beint inn á Alþingi.
Nú hugnast einhverjum ekki þessar hömlur á leið til frama og vilja lækka þennan þröskuld eða fella hann jafnvel alveg niður.
Þetta fólk man ekki þegar Stefán Valgeirsson yfirgaf Framsóknarflokkinn og stofnaði Samtök um jafnrétti og félagshyggju.
Þá varð uppi sú staða að einum manni tókst nánast að halda Löggjafaþingu í gísling. Það er að vísu ekki alveg sambærilegt en gæti hæglega gerst ef margir litlir tækju sæti á Alþingi.
Því fleiri flokkar og flokksbrot, því önugra mun það reynast að mynda starfhæfa ríkisstjón.
Mikið áfall fyrir Vinstri græna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning