8.11.2024 | 18:13
Mannauður Miðflokksins í Múlaþingi
Mjög sterk málefnastaða Miðflokksins er að skila sér kröftuglega til flokksins. Varast ber þó að ganga að því sem vísu, þar sem það eru kosningarnar sem telja þegar upp er staðið. Við Miðflokksmenn hér í Norðausturkjördæmi getum horft glaðir yfir sviðið og glaðst yfir því mikla mannval sem er í flokknum og þann áhuga, sem kristallast í því hvað margir vildu sitja á lista Miðflokksins til Alþingis.
Í Múlaþingi eigum við einn öflugan sveitastjórnarfulltrúa og tvo áheyrnarfulltrúa. Verk þeirra hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir rökfasta og málefnalega afstöðu til verkefna sveitarfélagsins. Sumir flokkar þurfa hins vega að gjörnýta bæjarfulltrúa sína, þar sem t.d. þriðja sætið á D- og B-listi til Alþingis eru á hvorum lista fyrir sig skipuðu oddvitum flokkanna í Múlaþingi.
Rétt er að rifja það upp í þessu samhengi, að umræddir oddvitar mynda meirihlutann í Múlaþingi. Í ljósi þess að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) gerir athugasemdir við ársreikning sveitarfélagsins, má spyrja hvort ekki er offramboð á Alþingi af fólki, sem skortir fjármálalæsi?
Miklar skuldir hvíla á Múlaþingi og samt virðist nægir fjármunir á lausu þegar einhver gæluverkefni reka fjörur meirihlutans, sem skila litlu til samfélagsins. Ekki bætir úr skák þegar stofnanir ríkisins þurfa að leysa fjárhagsvandamál sín og sækja í vasa almennings á landsbyggðinni, eins og ISAVIA þarf til að leysa bílastæðisvanda við Egilsstaðflugvöll og með rándýru myndavélakerfi til verkefnisins. Nú er lögreglan á Austurlandi í sömu vegferðinni. Nú þarf hún að seilast í vasa skattborganna til að koma upp svipuðu kerfi og ISAVIA. Það er gert til að auðvelda glæparannsóknir í fjórðungnum.
Ekki verður langt að bíða að aðrar opinberar stofnanir nýti sömu leið. Má reikna með að forstjóri HSA og læknar sendi inn erindi til Múlaþings og kallar á styrk til að geta rekið stofnunina, svo aðalsjúkrahús Austurlands sé á pari við slíkar stofnanir á landinu? Hvað með jarðgöng, vegi og brýr? Verður stutt í að Vegagerðin banki uppá?
Ekki verður langt að bíða að aðrar opinberar stofnanir nýti sömu leið. Má reikna með að forstjóri HSA og læknar sendi inn erindi til Múlaþings og kallar á styrk til að geta rekið stofnunina, svo aðalsjúkrahús Austurlands sé á pari við slíkar stofnanir á landinu? Hvað með jarðgöng, vegi og brýr? Verður stutt í að Vegagerðin banki uppá?
En aftur að upphafi greinarinnar.
Er mannauðurinn takmarkaður hjá B- og D-lista í Múlaþingi eða er verið að flýja skip, sem oddvitarnir sigldu í strand?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning