Með glýju vegna loftbrúarinnar

Kostnaður ríkisins vegna Loftbrúarinnar verður ca. 700.000.000.- á árinu 2024. Vegna hagræðingar er búið að þjappa saman helstu stofnunum landsins á Reykjavíkursvæðið. Menning, skólar, opinberar stofnanir og heilbrigðisþjónustu. Án mótvægisaðgerða bitnar það mest á þeim sem lengst frá þjónustunni búa.

Kostnaður ríkisins vegna SVR verður hátt í 2.000.000.000.- á árinu 2024. Þeir sem aldrei nýta þjónustuna borga samt sinn skerf.

Kostnaður ríkisins vegna borgarlínu verður árlega a.m.k. 16.000.000.000.- næstu þrjátíu árin. Fólkið á landsbyggðinni er partur af Íslandi rekstrarmódeli borgarlínunnar og verða látnir borga sinn skerf án þess að vera spurðir.

 

Bara sett svona fram til að setja hlutina í smá samhengi.

 


mbl.is Kostnaður við Loftbrú yfir 500 m. kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir það fyrsta þá er ekkert til sem heitir SVR,Það er strætókerfið á stórHafnarfjarðarsvæðinu rekið af sveitarfélögum svæðisins en ekki ríkinu, kostnaðurinn fellur á sveitarfélögin, ekki ríkið.

Hef skilnig á að kostnaður landsbyggðrinnar vegna heilbrigðisþjónustu geti verið baggi að burðast með og þvi þarf að svara með sanngirni og réttlæti. Hvað varðar aðra opinbera þjónustu þá er allt þvi viðkomandi hægt að afgreiða með símtali eða gegnum netið, engin ástæða til að mæta á svæðið.

Við erum þó sammála um að borgarlína er glórulaust kjaftæði.

Bjarni (IP-tala skráð) 3.11.2024 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og sex?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband