Komi þeir sem koma vilja.....

Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar verið flokkaðir sem frekar einfaldar sálir og kjánalega þenkjandi.   Þeir hafa verið þekktir fyrir stuttar boðleiðir og eru snöggir að taka ákvarðanir, ekki endilega alltaf skynsamar.

Í Fóstbræðra sögu segir frá því að Þorgeir Hávarsson hjó saklausan mann eingöngu af því að hann studdist fram á staf sinn og stóð svo vel til höggsins.

Ekki er verið að hvetja til slíkrar útfærslu í okkar tíð, þvert á móti væri ráðamönnum hollt að temja sér að í upphafi skyldi endinn skoða.  Margar samþykktir Alþingis eru því miður því marki brenndar að málin hafa hvorki fengið nægjanlega faglega umræðu né málefnalega.  Mörg dapurleg dæmi eru um það, sérstaklega þegar skipanir frá ESB flæða í gegn án gagnrýnnar umræðu. Tillögur, sem margar hverjar eru Trójuhestar, saklausir að sjá en innihaldið eitrað og íþyngjandi.

Á jólum, segir í þjóðsögum, þegar búið var að þrífa öll híbýlin hátt og lágt voru allir álfar boðnir velkomnir með þessum orðum:

Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, og fari þeir sem fara vilja, mér og mínum að meinlausu.

Nú er öldin önnur.  Allir eru boðnir velkomnir til Íslands með sambærilegri kveðju og hér að framan.  Það er vel, - en að svo margir bj-álfar fylgi með kallar á aðgerðir.

Þá kemur að því að skoða það sem er nefnt fyrr í þessari færslu og er í samhengi við reglur ESB og þjóðsöguna um álfana. 

Er eitthvað í tilskipunum frá ESB, sem hindrar það að við getum sent innflytjendur til síns heima, brjóti þeir gegn íslenskum lögum?

Er eitthvað í tilskipunum frá ESB, sem hindrar það að við getum meinað brottvísuðum innflytjendum um alla framtíð að snúa aftur til Íslands?

Má ekki spara umtalsverðar upphæðir við uppihald og laun brotamanna, með því að vísa þeim úr landi?

Má ekki þá spara umtalsverðar upphæðir vegna bygginga lúxushótela fyrir þessa tegund brotamanna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband