18.8.2023 | 18:14
Þetta er ekki vandamál bara verkefni að leysa
Starfsmenn Flugmálastjórnar gróðursettu megnið af umræddum trjám ef ekki öll. Framsýnin var algjör. Þð var ekki einu sinni búið að finna upp orðið "KOLEFNASPOR".
Mér er til efs að leyfi hafi fengist fyrir þessum gjörningi á sínum tíma. Væntanlega er það kirfilega skjalsett í gögnum Reykjavíkurborgar. Ef ekki er til leyfi, hvar eru menn þá staddir. Hvað er gert við ólöglega og ósamþykkta framkvæmd? Er hún ekki fjarlægð samkvæmt byggingasamþykktum Borgarinnar?
Lausn er þó til, sem áður hefur verið viðruð og standa áhugasamir og borgaryfirvöld frammi fyrir því að verðmeta téðan trjálund á móti öðrum lausnum.
Það hefur lengi loðað við landann að líta tré sömu augum og Indverjar líta þarlendar kýr, sem náttúrulega kallar á alveg sérstaka sálfræðilega lausn þeirra sem við þá fóbíu glíma. En það verður ekki reynt að leysa hér.
En þá snúum við okkur að áðurnefndri lausn og því hvort hún sé á ásættanlegu verði til að koma útivistafólki í Reykjavík til bjargar, - sálrænt. Það má vissulega leggja nokkuð á pyngju Borgarinna til að svo megi verða.
Lausnin er að setja Suðurgötuna í stokk og lengja flugbrautina út á Kafteinsnef sem skerðing á hinum endanum nemur.
Dagur tjáir sig um trén í Öskjuhlíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.