Enga sameiningu fyrr en jarðgöng eru komin

Kæru sameiningasinnar.

Ekki láta ykkur detta í hug að sameina sveitarfélög fyrr en kröfur um samgöngubætur eru vel á veg komnar og aðrar kröfur ykkar séu komnar í framkvæmd.

Ekki lát ykkur detta í hug að sameinast:

- þó ráðherrar gefi vilyrði um skilyrtu verkefnin ykkar.

- þó verkefni séu komin inn í áætlanir ríkisstjórnarinnar.

- þó verkefni séu komin í samgönguáætlun.

Ríkisstjórnin hefur yfir hópi "sérfræðinga" að ráða, sem eru snillingar að koma með tillögur að frestun verkefna og skýringar á því hvers vegna sé einmitt núna tími til þess að slá öllum landsbyggðarverkefnum á frest.

Þið getið fengið þetta staðfest með því að hafa samband við sveitastjórnarfulltrúa í Múlaþingi.

Loforð eru ekki efnd og þá verður manni hugsað til vandræðanna í Kardemommubæ.

Hvað með sönginn þinn 
um Axarveginn minn?
Hví er engin vinna hafin enn við flugvöllinn?
Þetta er ljótt að sjá.
Hverjum trúa á? 
Hvar er brúin, kvótinn og beina flugið á Spáníá 
Ég er vissu um að því heitið var í gær. 

Ekkert mælir því mót að þið vinnið heimavinnuna og ef niðurstaðan er sameinung, þá endilega látið vita af því sem víðast.

En, - í guðanna bænum ekki aðhafast meira en það, fyrr en þið hafið náð ykkar fram gagnvart fjárveitingavaldinu.  Það er sjaldgæft að til séu fjármunir í samgöngubætur á landsbyggðinni.   

En þegar kemur að Borgarlínu (400milljarðar), loftslagsvá (77milljarðar),  leiðtogafundur Evrópuráðsins í Hörpu (a.m.k 2milljarða) og þjóðarhöll, sem ekki einu sinni er á fjárhagsáætlun), en verður „rigguð“ snöggt upp fyrir aðeins 15milljarða.  Þá spretta peningarnir allt í einu upp í ríkiskassanum.

Þetta kallar maður aldeilis töfrabrögð í lagi!  


mbl.is Hyggja á kosningu um sameiningu í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband