Nú held ég að það sé rétt að skipta út ráðherranum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarið leitað logandi ljósi að ástæðu til að réttlæta drullusokksganginn er varðar Seyðisfjarðargöng og svik ríkisstjórnarinnar við íbúa Múlaþings í því máli, Axarvegar og er varðar Egilsstaðaflugvöll.

Ítrekað hefur heyrst innan úr herbúðum flokksins, veiklulekt bergmál um áframhaldandi frestun, sem eru mjög alvarleg og ítrekuð svik við Seyðfirðinga.

Ljóst er að ríkisstjórn hefur tungur þrjár og talar sitt með hverri. Hvernig væri að kynna sér málin Jón Gunnarsson.

Þó að nafni þinn hafi komist á fölskum forsendum, svífandi í pokaskjatta inn um Gullna hliðið, er ekki víst að það gerist aftur og allra síst með sviknum loforðum við Seyðfirðinga.

Ef þú dregur þetta rugl til baka, er ég viss um að meirihlutinn í Múlaþingi mundi jafnvel syngja þjóðsönginn af fullri raust, til heiðurs þér.

Það er ekki svo lítils virði, máttu vita. 

Til að auka lesendum víðsýni er rétt að benda á góða grein Björns Ármanns Ólafssonar í Morgunblaðinu sl. þriðjudag sem einnig er aðgengileg á xmulathing.blog.is


mbl.is Forgangsraða þurfi svokallaðri Fjarðaleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband