13.2.2023 | 17:26
Sérgáfa stjórnenda í Múlaþingi, - er að hrapa að ályktunum!
Það er mikil skammsýni ef menn telja að skipulag í Egilsstaðabæ sé smá innanbæjarverkefni, sem menn geti leyft sér að þrasa um, eins og hvort eigi að leyfa lausagöngu katta eða ekki. Málið er heldur betur stærra en það.
Greiðar samgöngur og tengingar milli samgöngumannvirkja og þjónustukjarna og er lykillinn að uppbyggingu og farsæld íbúanna. Því ber öllum kjörnum fulltrúum að sjá til þess að þetta fari saman og stilla málum þannig upp að sem mestur heildarávinningur náist. Pólitískur smáborgaraháttur verður að víkja fyrir hagsmunum heildarinnar.
Það er beinlínis í lögum að tenginga milli samgöngumannvirkja skuli vera greið. Þegar til uppbyggingar hafna í Finnafirði kemur, gæti Egilsstaðaflugvöllur gegnt þar lykilhlutverki í þeirri uppbyggingu. Þá er mikilvæg tenging flugvallarins við önnur samgöngumannvirki séu hnökralaus og að önnur mannvirki við flugvöllinn hamla ekki stækkun hans né þrengi svo að honum að það spilli getu hans til stórra verkefna. Kjörnir fulltrúar verða að átta sig á því, að í mannfagnaði vega skálræður ansi létt og loforð sem þá eru gefin. Ítrekað hafa komið loforð og vilyrði fyrir uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar og um að lenging hans sé forgangsmál. Sögð orð sem hafa enga merkingu, eins og dæmin sanna.
Lagarfljótsbrúin er í grunnin frá 1905, endurbyggð 1906 og gerð tvíbreið 1958. Brúin er háð þungatakmörkunum og er til ama fyrir þungavinnuvélar, sem flytja þarf á milli staða og þarf í nokkrum tilfellum að fara um Lagafossvirkjun til að koma þungu tæki milli Fellabæjar og Egilsstaða.
Aðal vandamál brúarframkvæmda eru undanfarnar bæjarstjórnir á Mið-Héraði, sem ekki geta höggvið á þann Gordíonshnút, sem búið er að hnýta svo hressilega um hvar ný brú yfir Lagarfljótið á að vera. Ástæðan er götótt framtíðasýn bæjarfulltrúa í Múlaþingi þegar kemur að samgöngumálum. Þessi staða setur jafnframt lengingu Egilsstaðaflugvallar í uppnám, vegna þess að ekki er hægt að lengja flugvöllinn, nema færa Þjóðveg eitt um tæpan kílómeter til suðurs.
Jarðgöng
Jarðgangagerð hefur lengi verið í skoðun til Vopnafjarðar, en lítt miðað. Hér er lögð til leið um út-Héraðið og að landsamgöngur norður fyrir Smjörfjöllin fari þar um. Með vegi og varanlegu slitlagi út Fljótsdalshérað til Bakkagerðis er komin hvati til frekari nýtingu á þeim samgöngubótum með tenging norður fyrir Smjörfjöllin. Aðal vegtengingin til Vopnafjarðar væri þá ekki fyeie Heiðarendann, heldur um þjóðveg 94 að Móbergi. Þaðan yrði lagður vegur þvert yfir sléttlendið un Hróarstungu og Jökulsárhlíð(sjá kort). Brýr þarf að byggja á Lagarfljótið og Jökulsá á Brú/Dal og vegur að göngum (A) hjá Hlíðarhúsum/Torfastöðum í gegnum Hlíðarfjöllin og yfir í Böðvarsdal. Vegur þaðan yrði lagður út dalinn og tengdur við veginn hjá Eyvindarstöðum. Efnið úr göngunum nýttist í vegalagningu. Þar með yrði rofin vetrareinangrun íbúa beggja vegna Smjörfjalla. Seinna væri haldið áfram með önnur jarðgöng (B) gengt þeim fyrri, sem myndu opnast í hinn endann á svæðinu Skjaldþingsstaðir/Syðri-Vík. Hæglega má skipta þessu verkefni í þrjá sjálfstæða áfanga.
Tenging við Vopnafjörð er mikilvægt fyrir Austurland allt. Tenging norður skýtur stoðum undir svæðið allt og er styrking að bættum lífskjörum. Það gerir ekki síst Vopnafjörð áhugaverðara svæði til búsetu. Vegstytting milli Vopnafjarðar og Egilsstaða verður umtalsverð, sem styttir tímann að komast í verslun, þjónustu, skóla og flug, allt innan klukkustundar aksturs. Samlegðaráhrif við Bakkagerði mundu vega þungt er varðar aukna ferðaþjónustu, með bættum samgöngum.
Allar þessar tengingar, búsetuúrræði og atvinnutækifæri eiga eitt sameiginlegt!
Að Norðurleiðin verði að veruleika við Egilsstaði.
Flokkur: Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 17:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.